Sólarvörn er mikilvæg fyrir heilbrigði húðar

Fræðslumyndbönd Húð

Dr. Ragna Hlín fjallaði um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju.

Sólin er stærsti áhættuþáttur húðkrabbameina eins og sortuæxla og öldrunareinkenni húðar eru að stærstum hluta tilkomnar vegna áhrifa útfjólublárrar geislunar sólarinnar. Það er þess vegna lykilatriði að nota sólarvörn til að viðhalda heilbrigði hennar sem lengst.

Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir er sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum, með doktorspróf frá Háskóla Íslands. Hún starfar á Húðlæknastöðinni Smáratorgi þar sem hún sinnir öllum helstu húðvandamálum, meðal annars greiningu og meðferð húðkrabbameina, ráðgjöf um viðhald heilbrigðrar húðar og veitir meðferðir til að draga úr aldurstengdum breytingum. Hún er einnig aðjúnkt við Háskóla Íslands og sinnir rannsóknum tengdum húðsjúkdómum. Húðlæknastöðin er leiðandi á sviði meðferða gegn ótímabærri öldrunar húðarinnar og er með öfluga laser- og meðferðadeild.

Skoðaðu úrval sólarvarna fyrir alla fjölskylduna í netverslun eða í næstu verslun Lyfju

Solarvarnir