Eistnakrabbamein

Krabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en þau eru samt algengustu illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Þetta er eitt fárra krabbameina þar sem flestir læknast þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra en um 99% eru á lífi fimm árum eftir greiningu.