Hemóglóbín / járn

Almenn fræðsla

Hemóglóbín er prótein sem er í rauðum blóðkornum og er hlutverk þeirra að flytja súrefni frá lungunum til líffæra.

SKILEG GILDI HEMÓGLÓBÍNS
• 118-152 g/L hjá konum
• 134-171 g/L hjá körlum

JÁRNSKORTSBLÓÐLEYSI
Járnskortsblóðleysi er ástand sem skapast þegar járnmagn í blóðinu er of lítið og er það algengara hjá konum. Algengast er að járnskortur verði vegna skorts á járni í fæði eða blóðtaps. Það getur átt við blæðingu í meltingarvegi eða tíðarblæðingar. Einnig er járnskortur algengur á meðgöngu.

Einkenni járnskortsblóðleysis

 • Þreyta og orkuleysi
 • Aukin mæði og andþyngsli
 • Föl húð
 • Höfuðverkur
 • Hraður hjartsláttur

Fyrirbyggjandi ráð

 • Borðaðu járnríka fæðu t.d. lifur, rautt kjöt, spínat eða annað dökkt grænmeti, baunir og hnetur.
 • Gott er að taka járnfæðubót reglulega, sérstaklega ef járnríkrar fæðu er ekki neytt í nægilegu magni

Góð ráð

 • Að taka inn járn á fastandi maga í formi töflu, mixtúru eða spreyi sem getur hjálpað til við að halda járnbúskapnum innan eðlilegra marka og komið í veg fyrir járnskortsblóðleysi
 • Mikilvægt er að taka C-vítamín samhliða, þar sem það getur hjálpað til við upptöku járnsins
 • Gott er að láta eina klukkustund líða á milli járninntöku og annarrar neyslu matar

LYFJA MÆLIR MEÐ

 • Spatone Iron Plus eða Floradix Floravital jurtajárn
 • C-vítamín 1000mg

JÁRNOFHLEÐSLA
Járnofhleðsla er ástand sem einkennist af því að líkaminn frásogar meira járn en hann þarf. Járnofhleðsla getur verið ættgeng og mikilvægt er að meðhöndla hana eins fljótt og kostur er.

Einkenni járnofhleðslu

 • Þreyta og slappleiki
 • Liðverkir
 • Ógleði, kviðverkir og hægðatregða

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN
Konur: Ef hemóglóbín mælist undir 100 g/L í endurteknum mælingum þrátt fyrir járninntöku eða yfir 170 g/l.
Karlar: Ef hemóglóbín mælist undir 110 g/l í endurteknum mælingum þrátt fyrir járninntöku eða yfir 190 g/l.

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Þú getur hitt hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérþjálfað starfsfólk hjá Lyfju án þess
að bóka tíma. Í Lyfju Lágmúla og á Smáratorgi bjóðum við upp á hjúkrunarþjónustu, heilsufarsmælingar, sáraskipti og ráðgjöf alla virka daga.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Þú finnur ítarlegri upplýsingar og allt sem þú þarft fyrir heilbrigði og vellíðan hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is.

Jarnprodfbordi