Sortuæxli
Húðkrabbamein eru um þriðjungur allra krabbameina.
Um 600.000 ný tilfelli eru greind árlega í Bandaríkjunum. Nýgengi sortuæxla (melanoma) hefur stöðugt aukist síðan um 1930. Algengi sortuæxla vex nú hraðar en nokkurs annars krabbameins. Sortuæxli eru um 5% allra húðkrabbameina.
Faraldsfræði
Sortuæxli greinast í fullorðnu fólki á öllum aldri. Þrír fjórðu hlutar sjúklinga eru yngri en 70 ára. Kynjaskipting er svotil jöfn. Karlar eru líklegri til að fá sortuæxli á búk, en konur á útlimi. Þeir sem eru ljósir á hörund og brenna illa í sól eru í sérstökum áhættuhópi. Sortuæxli eru hvað algengust í fólki með ljósan hörundslit sem býr nærri miðbaug.
Grunnfrumuæxli og flöguþekjuæxli finnast aðallega á höfði, hálsi og höndum.
Áhættuþættir
Flest húðkrabbamein eru af völdum útfjólublárra geisla frá sólu eða sólbekkjum. Þeir sem hafa orðið fyrir síendurteknum sólbruna í æsku eru í sérstakri hættu.
Áríðandi er að þekkja hin svokölluðu “ABCD” sortuæxla.
A (asymmetry) “ósamhverf”
B (border irregularity) “Óreglulegar útlínur”
C (color) “litur – blár, svartur, rauðleitur”
D (diameter) “þvermál – stærri en 6 mm”
Hvert þessara einkenna styður grun um sortuæxli og er hjálplegt til að þekkja þau frá venjulegum fæðingarblettum.
Greining
Greining fæst með sýnatöku.
Stigun
Sortuæxli eru flokkuð í 4 stig eftir útbreiðslu. Það er vitað að dýpt æxlisins gefur mjög miklar upplýsingar um horfur og nauðsynlega meðferð.
Meðferð
Meðferð sortuæxla er flókin. Auk hefðbundinnar skurð-, geisla- og lyfjameðferðar er ekki ósjaldan gripið til ónæmismeðferðar bæði sem varnandi meðferð eftir að upprunalegt æxli hefur verið fjarlægt eða sem meðferð við dreifðum sjúkdómi.
Grunnfrumu- og flöguþekjuæxli sá sér í 1-2 % tilfella. Meðferð á þeim er því langoftast staðbundin yfirleitt með skurðaðgerð og sjaldnar með geislameðferð.