Lungnakrabbamein

Krabbamein

Lungnakrabbamein hafa sterk tengsl við tóbaksreykingar en um 90% sjúklinga sem greinast með sjúdkóminn reykja eða hafa reykt. Með hertum aðgerðum gegn tóbaksreykingum og lækkun á tíðni reykinga er hægt að lækka tíðni lungnakrabbameins umtalsvert. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins.