Hjálpartækjakaup

Sykursýki

Sonur minn kom í Lyfju í gær og ætlaði að fá strimla í sykursýkismæli en var sagt að ...... (hann mundi ekki hvað) væri útrunnið og hann þyrfti að redda því áður en hann gæti fengið strimlana. Nú spyr ég hvort þið getið sagt mér hvað það er sem hann vantar.

Sennilega er það skírteinið frá sjúkratryggingum sem veitir heimildina til að fá strimlana. Þið getið kannað hans stöðu á heimsíðu sjúkratrygginga  https://www.sjukra.is/ í réttindagátt - Mínum síðum.