Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju og næringarþerapisti svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÉg skipti fyrir stuttu úr Lantus insúlíni yfir í Toujeo að ráði læknis. Mér gengur verr eftir það að hafa stjórn á sykrinum og spyr því. Getur verið að Toujeo insúlínið virki eitthvað öðruvísi heldur en Lantus.
Get ég látið mæla hjá mér blóðsykurinn hjá ykkur þ.e. að fá úr því skorið hvort ég sé með sykursýki 2?
Ég er með sykursýki 2 og nú orðið hefur mér tekist að stjórna málum nokkuð vel með lyfjum og sprautum. Hæsta mæling hjá mér áður fyrr var 24,00, en upp á síðkastið hefur mælingin verið mun skaplegri.
Í samræðum við fólk hafa verið nefndar ótrúlega háar sykurmælingar, reyndar svo háar að ég hef ekki trúað þeim mælingum sem nefndar hafa verið.
Getið þið upplýst mig um hver sé hæsta mæling blóðsykurs á Íslandi og hvað myndi teljast lífshættulegt sykurgildi?
Sonur minn kom í Lyfju í gær og ætlaði að fá strimla í sykursýkismæli en var sagt að ...... (hann mundi ekki hvað) væri útrunnið og hann þyrfti að redda því áður en hann gæti fengið strimlana. Nú spyr ég hvort þið getið sagt mér hvað það er sem hann vantar.