Hóstamixtúrur - Alkóhól

Lausasölulyf Lyfjainntaka

Er með þvílíkan hósta og ætlaði að fá mér Tussól hóstamixtúru en las þá að það væri alkóhól i því. Þar sem að ég er alki er mér allveg óhætt að taka það inn? Og ef ekki er þá til eitthvað annað lyf sem hægt er að nota við þessum blessaða hósta mínum?

Ég held að þú ein getir metið það hvort þú getir drukkið lítilræði af alkóhóli.

Tússól er að mestu slímlosandi mixtúra. Til eru slímlosandi töflur sem eru settar út í vatn sem eiga að verka jafn vel. Þær eru alkóhól fríar og henta þér þ.a.l betur. Töflurnar heita Mucolysin og fást í næstu Lyfju.