Insúlín - Blóðsykur

Sykursýki

Ég skipti fyrir stuttu úr Lantus insúlíni yfir í Toujeo að ráði læknis. Mér gengur verr eftir það að hafa stjórn á sykrinum og spyr því. Getur verið að Toujeo insúlínið virki eitthvað öðruvísi heldur en Lantus. 

Lantus og Toujeo á að vera nákvæmlega sama insúlínið, nema Toujeo er 3falt sterkara, þ.e. 300 einingar á ml í stað 100 eininga. Insúlín hagar sér öðruvísi í litlu vs miklu magni og vegna þess á Toujeo að vera betri kostur. 

Skv stúdíjum sem gerðar voru á áhrifum Toujeo og Lantus á það fyrrnefnda að koma betur út, bæði hvað varðar stjórn á blóðsykri sem og minni þyngdaraukningu.