Krónískar nefstíflur

Algengir kvillar Ofnæmi

Ég virðist vera kominn með króníska stíflu í nefið og oft er ég með stíflu í ennisholunum líka sem veldur höfuðverk. Er til eitthvað gott við þessu, þá sérstaklega þessu í ennisholunum?

Nefstíflur eru oftast meðhöndlaðar með nefspreyjum. Til eru þrenns konar nefsprey; steranefsprey, æðaþrengjandi nefspreyja svo sem Otrivin og svo saltvatnssprey. 

Ég myndi ráðleggja þér að byrja á eitthverju af þeim steraspreyjum (Kalmente, Mometasone, Nasofan) eða Atrovent. Öll þessi nefsprey eru seld í lausasölu. Þau eru meðal annars ætluð sem meðferð vegna stöðugrar bólgu í nefslímhúð. 

Mjög algengt er að fólk sé að misnota/ofnota Otrivin. Ef nefstíflan er þess eðlis myndi ég ráðleggja þér það sama og að ofan, þ.e. nota steranefsprey í nokkra mánuði þangað til þér finnst þú vera orðinn betri. Ef þér finnst þú ekki geta hætt strax þá getur þú notað salvatnsspreyin í einhvern tíma áður en þú hættir þeim.