Lyfjainntaka Ofnæmi : Lyfjaofnæmi?

Þó maður sé búin að taka lyf í langan tíma, getur maður þróað með sér lyfja ofnæmi? Er uppá síðkastið búin að fá mjög mikið af útbrotum og kláða og hef áhyggjur að ég sé búin að þróa með mér lyfja ofnæmi.

Algengir kvillar Ofnæmi : Krónískar nefstíflur

Ég virðist vera kominn með króníska stíflu í nefið og oft er ég með stíflu í ennisholunum líka sem veldur höfuðverk. Er til eitthvað gott við þessu, þá sérstaklega þessu í ennisholunum?

Geðheilsa Lyfjainntaka Ofnæmi : Dormirel

Dormirel, er þetta svefnlyf, og hversu sterkt. 

Ofnæmi : Ofnæmi

Mig langar að forvitnast hvort að fólk sé farið að versla inn lyf við frjókornaofnæmi, ég er með ofnæmi en hef aldrei farið í test né til læknis, hef alltaf tekið Lóritín strax þegar sumarið kemur, er alltaf verst í byrjun sumars. Ég er búin að halda að ég sé búin að vera svona kvefuð, eða í rúma viku, brjálað nefrennsli og augnpirringur, lekur endalaust úr augum og nefi. Er samt aðeins farin að halda að þetta sé ofnæmi en ekki kvef. Er búin að vera að taka ofnæmistöflur síðustu daga en er ekkert betri. Hver er munurinn á þessum lyfum sem hægt er að kaupa í apóteki ? Ætti ég að prófa eitthvað annað en Lóritín ?