Lyfjaofnæmi?

Lyfjainntaka Ofnæmi

Þó maður sé búin að taka lyf í langan tíma, getur maður þróað með sér lyfja ofnæmi? Er uppá síðkastið búin að fá mjög mikið af útbrotum og kláða og hef áhyggjur að ég sé búin að þróa með mér lyfja ofnæmi.

Algengast er aukaverkanir af lyfjum komi fram þegar viðkomandi byrjar á lyfjunum eða skammtur er stækkaður. Það er þó einnig til að aukaverkanir komi fram eftir að hafa verið lengi á lyfjunum en mun óalgengara.Ef þú getur útilokað að eitthvað annað sé að valda þessum útbrotum (nýtt þvottaefni, komist í snertingu við eitthvað nýtt, önnur lyf, ný krem osfrv) ráðlegg ég þér að ræða við lækninn og komast að því um hvort lyfið sé að ræða og gera þá viðeigandi ráðstafanir.