Munur á blóðþrýstingslyfjum

Hjarta– og æðakerfið Lyfjainntaka

Mig langar að vita mun á Valpress og lopress. Hvort lyfirð er með minn af aukaverkunum ? Einning spurning með Atacor. er nauðsyn að taka Q10 með atacor? 

Mjög erfitt er að svara hvort er með minna af aukaverkunum þar sem það er mjög einstaklingsbundið hverjir fá þær og hversu alvarlegar. 

Rannsókn sem bar saman lyfin 2 ásamt lyfleysu í tæplega 1500 manns (sem verður að teljast frekar lítið úrtak) með "umcomplicated" blóðþrýstingshækkun komst að þeirri niðurstöðu að lyfin 2 þoldust svipað þar sem hausverkur og svimi var algengasta aukaverkunin. 

Lyfin 2 voru einnig mjög svipuð í hversu góð þau voru í að lækka blóðþrýsting í lægri skömmtun, í hærri skömmtun var þó sýnt að valpress virkaði betur. 

Ekki er nauðsynlegt að taka Q 10 með Statín lyfjum, en ákveði einstaklingur að gera það er það í góðu lagi. 

Q10 skortur getur valdið ýmsum tauga og vöðvaeinkennum. 

Statín lyfin valda minnkun á mevalonic sýru sem er forveri Q10. 

Lyfin valda oft minnkun á Q10 í blóði og sumar rannsóknir hafa einnig sýnt á minnkun í vöðvum, sem er talið vera 1 af ástæðum fyrir vöðvakvillum (skráð aukaverkun lyfjanna). 

Inntaka á Q10 hefur hins vegar ekki alltaf (routinely) sýnt fram á að auka vöðvavirkni.