Naglasveppir

Lyfjainntaka Sveppasýking

Ég er með svepp í 1 nögl og húð á iljum. Eg fékk skrifað upp á Candizol og á að taka 150 mg einu sinni í viku og fékk 8 mánaða skammt. Upplýsingarnar í fylgiseðlinum um fótsveppi eru frekar ruglingslegar og ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri nóg til að drepa sveppinn í nöglinni ?

Ég mundi telja þetta eðlilegan skammt miðað við þína lýsingu. Candizol er hægt að gefa 150mg 1sinni í viku þar til ný nögl hefur vaxið og það er töluvert lengri tími en þarf til að meðhöndla húðsýkinguna. Hvoru tveggja ætti því að lagast að þessum tíma liðnum með þessari meðferð.