Njálgur

Algengir kvillar Lyfjagjöf til barna Lyfjainntaka

Nú var sonur minn að leika við vinkonu sína á föstudaginn sl. og í ljós kom að stelpan var með njálg. Ég hef ekki fundið njálg í honum en hann er að klóra sér mikið. Er hægt að kaupa lyfin við þessu án þess að hafa fundið njálg ? 

Já þú getur keypt lyf við njálg án þess að hafa orðið var við njálg.

Ef njálgur greinist innan fjölskyldu er mælt með að allir gangist undir meðferð á sama tíma, burtséð frá því hvort hann hafi greinst hjá öllum. 

Til eru 2 njálgslyf, Vanquin sem er í lausasölu og Vermox sem þarf lyfseðil fyrir.

Ekki er ætlast til að börn léttari en 10 kg noti Vanquin.