Taktu prófið | Sykursýki

Sykursýki er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla, en án meðferðar getur hann leitt til alvarlegrar heilsufarsskerðingar. Taktu prófið til að komast að komast að því hvort þú hafir áhættuþætti skerts sykurþols, sem er oft undanfari sykursýki.

 

1300x312_grein_lyfja.is

Prófið samanstendur af sjö spurningum sem skoða áhættuþætti sykursýki af tegund 2. Þegar þú svarar spurningunum um einkennin færðu einnig fræðslu og ráðleggingar um hvort þú eigir að leita þér aðstoðar.

Fyrir hverja er prófið?

Prófið er hugsað fyrir fólk sem telur sig vera með sykursýki af tegund 2, eða í aukinni hættu á að fá sjúkdóminn. Ef þig grunar að þú getir verið að þróa með þér sykursýki af tegund 2 er mikilvægt að fara í skoðun hjá lækni

Hversu nákvæmt er prófið?

Prófið gefur vísbendingar um hvort ástæða sé til að leita til heilsugæslunnar eða ræða við lækni um skimun fyrir sykursýki af tegund 2, en skilvirkasta leiðin til að greina sykursýki er með blóðrannsókn.


Áttu foreldri eða systkini sem hefur greinst með sykursýki?

Það eru tengsl á milli fjölskyldusögu og sykursýki af tegund 2, en ekki aðeins vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru skyldir. Stundum deila þeir ákveðnum venjum sem geta aukið áhættu á sykursýki af tegund 2.

Það eru tengsl á milli fjölskyldusögu og sykursýki af tegund 2, en ekki aðeins vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru skyldir. Stundum deila þeir ákveðnum venjum sem geta aukið áhættu á sykursýki af tegund 2.

Hefur þú greinst með of háan blóðþrýsting?

Hár blóðþrýstingur eykur hættuna á sykursýki af tegund 2. Það getur einnig aukið hættuna á hjartasjúkdómum, augnvandamálum og nýrnasjúkdómum eða gert þá verri.

Hár blóðþrýstingur eykur hættuna á sykursýki af tegund 2. Það getur einnig aukið hættuna á hjartasjúkdómum, augnvandamálum og nýrnasjúkdómum eða gert þá verri.

Hvað ertu gömul/gamall?

Því eldri sem þú ert, því meiri hætta er á að þróa með sér sykursýki af tegund 2. Áhættan eykst um 45 ára aldur og verulega eftir 65 ára aldur.

Því eldri sem þú ert, því meiri hætta er á að þróa með sér sykursýki af tegund 2. Áhættan eykst um 45 ára aldur og verulega eftir 65 ára aldur.

Hreyfir þú þig sjaldnar en þrisvar sinnum í viku?

Hreyfingarleysi er þekktur áhættuþáttur sykursýki af tegund 2. Ein ástæðan er sú að líkami þinn getur ekki notað insúlín eins vel þegar þú hreyfir þig ekki reglulega. Insúlín hjálpar til við að koma í veg fyrir að blóðsykursgildi verði of hátt.

Hreyfingarleysi er þekktur áhættuþáttur sykursýki af tegund 2. Ein ástæðan er sú að líkami þinn getur ekki notað insúlín eins vel þegar þú hreyfir þig ekki reglulega. Insúlín hjálpar til við að koma í veg fyrir að blóðsykursgildi verði of hátt.

Ertu kona eða karlmaður?

Karlmenn eru líklegri en konur til að greinast með sykursýki. Ástæðan er sú að karlmenn geyma meiri fitu í kviðnum, sem er einn áhættuþáttur sykursýki. Eins eru þeir ólíklegri en konur að fara til læknis og því líklegri til að hafa undirliggjandi sykursýki sem er ógreind.

Karlmenn eru líklegri en konur til greinast með sykursýki á forstigi. Ein ástæðan gæti verið að konur eru líklegri til að leita til læknis með einkenni en karlmenn. Önnur ástæðan gæti verið að karlmenn eru líklegri til að vera með meiri kviðfitu en konur.

Greindist þú með sykursýki á meðgöngu?

Meðgöngusykursýki (sykursýki á meðgöngu) hverfur eftir barnsfæðingu, en eykur hættu á að konan fá sykursýki af tegund 2 síðar á ævinni.

Fleiri karlar en konur eru með ógreinda sykursýki, hugsanlega vegna þess að ólíklegra er að þeir hitti lækninn sinn reglulega. Meðgöngusykursýki (sykursýki á meðgöngu) hverfur eftir barnsfæðingu, en eykur hættu á að konan fá sykursýki af tegund 2 síðar á ævinni.

Hvað ertu há/hár? Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index) eða BMI er mælikvarði á hæð miðað við þyngd.

Hæð: cm.

Fólk með hátt BMI er í meiri hættu á að fá sykursýki af tegund 2. Þótt líkamsþyngdarstuðull gefi hugmynd um áhættu þína hvað varðar sjúkdóma gerir hann ekki greinarmun á því hvort umframþyngdin er vegna vöðva eða fitu.

Hvað ertu þung/þungur? Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index) eða BMI er mælikvarði á hæð miðað við þyngd.

Þyngd: kg.

Fólk með hátt BMI er í meiri hættu á að fá sykursýki af tegund 2. Þótt líkamsþyngdarstuðull gefi hugmynd um áhættu þína hvað varðar sjúkdóma gerir hann ekki greinarmun á því hvort umframþyngdin er vegna vöðva eða fitu.


Til að fyrirbyggja ruslpóst:

HVAÐ ER SYKURSÝKI?

Sykursýki (diabetes) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Orsök sykursýki er óþekkt og sjúkdómurinn er ólæknandi en með réttri meðhöndlun er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum og koma í veg fyrir fylgikvilla.

Tvær tegundir sykursýkis

Blóðsykur er nauðsynlegur orkugjafi fyrir líkamann. Magn hans ræðst m.a. af mataræði, hreyfingu, áfengisneyslu og streitu, en undir eðlilegum kringumstæðum sjá hormónin insúlín og glúkagon til þess að halda blóðsykurmagni á þröngu bili. Til að blóðsykur nýtist sem orkugjafi þarf hann að komast úr blóðinu og inn í frumur líkamans en lykillinn að því er insúlín sem er framleitt í briskirtlinum. Orsakir sykursýki tegund 1 og tegund 2 eru ólíkar en báðar einkennast af of háum blóðsykri og hættu á langtíma heilsufarsskerðingu.

 • Sykursýki af tegund 1 er talin orsakast af sjálfsofnæmi sem veldur því að brisfrumur framleiða lítið eða ekkert insúlín. Eins er talið að umhverfisþættir, t.d. vírus, geti mögulega kveikt á sjúkdómnum. Um 5-10% sykursjúkra hafa tegund 1 og algengara er að þessi tegund komi fram snemma á lífsleiðinni, en hún leggst einkum á börn og ungt fólk.
 • Sykursýki af tegund 2 einkennist af viðnámi gegn insúlíni. Brisið framleiðir nóg insúlín, en frumur líkamans verða ónæmar fyrir því, sem þýðir að blóðsykurinn berst ekki inn í frumurnar. Óheilbrigt líferni tengist þessari tegund sem leggst oftar á fullorðna þó algengi fari hækkandi hjá börnum og ungu fólki.

Sykursýki á Íslandi

Algengi sykursýki af tegund 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum hjá bæði körlum og konum á tímabilinu 2005 til 2018. Þá jókst árlegt nýgengi um 2,8% hjá fólki á aldrinum 18-79 ára. Árið 2018 voru 10.600 Íslendingar greindir með sykursýki af tegund 2 og hafði þeim fjölgað um 4.200 manns árið 2005.  Ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir að fjöldi Íslendinga með sykursýki verði kominn í tæp 24.000 manns árið 2040. (Heimild: Læknablaðið 5. tbl. 107. árg. 2021)

Einkenni sykursýki af tegund 2

Fólk með sykursýki getur lært að stjórna meðferðinni sjálft og lifað fullkomlega eðlilegu lífi. Því er mikilvægt að fólk með sykursýki setji sig vel inní sjúkdóminn og taki virkan þátt í að ákveða heilsueflingu og meðferð.

Helstu einkenni:

 • Tíðari og meiri þvaglát
 • Þorsti
 • Þreyta og slappleiki
 • Dofi í höndum eða fótum
 • Aukin tíðni sýkinga
 • Sár gróa hægt
Hafir þú einhver ofangreindra einkenna er ráðlagt að leita til læknis eða heilsugæslunnar.

Skert sykurþol er oft undanfari á sykursýki af tegund 2 og getur gefið vísbendingar um að sjúkdómurinn sé að þróast, en blóðpróf sýna þá gjarnan hækkandi blóðsykur, háar blóðfitur, hækkað LDL-kólesteról og lágt HDL-kólesteról.

Forvarnir og meðhöndlun

Besta forvörnin er ávallt heilbrigt líferni, t.d að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og vera sem næst kjörþyngd. Það dugar þó ekki alltaf til. Sykursýki af tegund 2 er flókinn sjúkdómur sem hegðar sér ólíkt milli einstaklinga. Afar mikilvægt er að ná góðri stjórn á blóðsykri því til lengdar veldur of hár blóðsykur skemmdum á flestum líffærakerfum.

Á undanförnum árum hefur dregið mjög úr hreyfingu fólks og kyrrseta aukist gríðarlega. Regluleg hreyfing er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Hún er ekki aðeins mikilvæg til að sporna gegn fjölmörgum sjúkdómum, heldur veitir hún styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld almennt. Þekkt er að hreyfing er öflugt vopn gegn streitu og eykur lífsánægju og lífsgæði einstaklinga. Mælt er með því að stunda hreyfingu í 30 mínútur á dag, þrisvar til fimm sinnum í viku ef geta er til, annars eins og geta leyfir, allt er betra en ekkert og oft hægt að setja sér markmið um að auka hana skipulega. (Heimild: www.heilsugaeslan.is )

Sykursýki er meðhöndluð með

 • Hollu mataræði
 • Reglulegri hreyfingu
 • Þyngdarstjórnun
 • Streitustjórnun og slökun ásamt góðum svefni
 • Blóðsykurmælingum til að fylgjast með þróun
 • Lyfjagjöf

Hverjir eru í áhættu að fá sykursýki af tegund 2 ?

Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Helstu áhættuþættir sykursýki af tegund 2 eru:

 • Ofþyngd eða offita, þá sérstaklega mikil kviðfita.
 • Fjölskyldusaga þar sem foreldri, systir eða bróðir hefur greinst með sykursýki tegund 2.
 • Hreyfir þig sjaldnar en þrisvar sinnum í viku.
 • Saga um sykursýki á meðgöngu.
 • 45 ára og eldri, þó börn séu í auknu mæli að greinast með sykursýki af tegund 2.

 

Gæti ég verið með sykursýki og ekki áttað mig á því?

Í sykursýki af tegund 1 hættir brisið að framleiða insúlín, hormónið sem stjórnar blóðsykri. Í sykursýki af tegund 2 framleiðir brisið insúlín en líkaminn verður smám saman ónæmur fyrir insúlíni. Þróun einkenna koma venjulega hratt fram í tegund 1 en í tegund 2 getur liðið langur tími frá því að blóðsykur hækkar og þar til einkenni koma fram, en ósjaldan greinist tegund 2 fyrir tilviljun í blóðrannsókn.

Heimildir

 

 • www.cdc.gov
 • www.heilsugaeslan.is
 • www.heilsuvera.is
 • www.laeknabladid.is
 • www.lyfja.is
 • www.diabetes.is

Niðurstöður

Niðurstöður (0 stig)

Svörin til benda til þess að það eru líkur á að þú getir þróað með þér sykursýki. Mundu þó að spurningarpróf geta ekki greint sjúkdóm, heldur gefa einungis vísbendingar. Í svörum þínum kom fram að þú hefur áhættuþætti  fyrir sykursýki af tegund 2 og því mikilvægt að þú ræðir við heimilislækninn þinn eða heilsugæsluna þína í góðu tómi.  Nánar um prófið

Fræðsluefni

Almenntur fyrirvari: Upplýsingar þessar eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni.

Niðurstöður (0 stig)

Niðurstöður þínar á prófinu benda ekki til þess að þú sért í áhættu að þróa með þér sykursýki af tegund 2 miðað við núverandi svör. Hafðu í huga að þar sem sykursýki getur komið smám saman fram og einkenni verið lúmsk er ástæða til að ræða við heimilislækninn þinn eða heilsugæsluna ef þú hefur áhyggjur og/eða fá blóðprufu ef þörf krefur.  Nánar um prófið

Hér eru 7 ráð sem geta hjálpað þér að draga úr líkum á sykursýki :


 1. Hreyfðu þig amk. þrisvar sinnum í viku í samtals 150 mínútur eða meira
 2. Viðhaltu heilsusamlegri líkamsþyngd
 3. Borðaðu hollan mat þar á meðal nóg af ávöxtum og grænmeti
 4. Drekktu nóg af vatni og minna af drykkjum sem innihalda sætuefni
 5. Ekki reykja
 6. Gefðu þér tíma til að slaka á
 7. Forgangsraðaðu svefni

Fræðsluefni


Almenntur fyrirvari: Upplýsingar þessar eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni.