Alcaine
Augnlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Proxýmetakaín
Markaðsleyfishafi: Alcon
Alcaine augndropar eru notaðir sem staðdeyfilyf við augnlækningar. Þeir eru notaðir til að staðdeyfa augað þegar framkvæma á smáaðgerð á auga og þegar fjarlægja á aðskotahluti úr því. Lyfið inniheldur virka efnið proxýmetakaín, en það stíflar taugafrumuhimnur og hamlar flutningi taugaboða. Efnið fer í gegnum slímu augans og deyfir yfirborð þess fljótt.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Augndropar.
Venjulegar skammtastærðir:
1-2 dropar í tárasekk fyrir aðgerð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30 sekúndur.
Verkunartími:
Allt að 15 mín.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan 4ra vikna frá opnun ef það er fyrir einn sjúkling en innan viku ef það er notað á læknastofu fyrir fleiri sjúklinga.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef sjúklingur verður æstur skal róa hann. Halda verður berkjum opnum og gefa súrefni og hafa strax samband við lækni ef krampar koma fram. Ekki má dreypa dropunum ítrekað í augað þar sem það getur valdið alvarlegum augnskemmdum.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Aukaverkanir
Aukaverkanir af völdum lyfsins eru tiltölulega sjaldgæfar, einna helst sviði og væg brunatilfinning.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting, kláði og roði í augum | ![]() |
![]() |
|||||
Roði og bólga í augum eða augnlokum | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú notir augnlinsur
- þú sért með bólgu á yfirborði augans
Meðganga:
Ólíklegt er að lyfið hafi skaðleg áhrif á fóstur þar sem almennt frásog proxýmetakaín í formi augndropa er lítið.
Brjóstagjöf:
Ólíklegt er að lyfið hafi skaðleg áhrif á barn á brjósti þar sem almennt frásog proxýmetakaín í formi augndropa er lítið.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Bíða skal með að aka bíl þar til sjónin er aftur orðin skýr.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Ekki má nota mjúkar augnlinsur þar sem lyfið inniheldur rotvarnarefnið benzalkónklóríð. Ekki má snerta eða nudda augað fyrr en deyfingin er horfin vegna þess að það gæti valdið skemmdum á auganu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.