Aldara
Sýklalyf húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Imikvímóð
Markaðsleyfishafi: Viatris Limited | Skráð: 1. mars, 2000
Vörtur stafa af veirusýkingu í húð og meðferð við þeim byggist á því að drepa húðfrumurnar sem eru sýktar. Imikvímóð, virka efnið í Aldara, breytir ónæmissvörun líkamans og með því hjálpar það ónæmiskerfinu að vinna á veirusýkingunni sem veldur vörtunum. Lyfið er notað á fullorðna einstaklinga við vörtum á ytri kynfærum og við endaþarmsop. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins við vörtum á forhúð karla sem ekki eru umskornir. Lyfið er ekki ætlað til meðferðar á vörtum á innri kynfærum, þvagrás eða innan við endaþarmsop. Imikvímóð getur dregið úr öryggi verja og hettu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis krem.
Venjulegar skammtastærðir:
Kynfæravörtur: Borið á vörtusvæði í þunnu lagi fyrir svefn 3svar í viku. Kremið er látið vera á húðinni í 6-10 klst. áður en það er þvegið af með mildu sápuvatni. Grunnfrumukrabbamein: Borið á vörtusvæði í þunnu lagi 5 sinnum í viku í 6 vikur. Kremið er látið vera á húðinni í 8 klst. Lyfið kemur í pokum og aðeins má nota hvern poka einu sinni. Hendur skal þvo vel fyrir og eftir notkun. Kremið skal þvo af húð fyrir kynmök. Ekki skal bera lyfið í opin sár.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er venjulega notað þar til vörtur eru horfnar. Farðu eftir fyrirmælum læknis.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Lítil hætta er á öðrum einkennum en staðbundinni ertingu undan kreminu. Lyfið á aðeins að bera á sjálft vörtusvæðið.
Langtímanotkun:
Meðferð má ekki vara lengur en í 16 vikur þar sem ekki hefur verið sýnt fram á öryggi við notkun lyfsins umfram þann tíma.
Aukaverkanir
Algengast er að fólk finni fyrir einhvers konar ertingu á notkunarstað. Þær aukaverkanir eru þó almennt vægar og hverfa innan 2ja vikna eftir að notkun lyfsins er hætt
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | ![]() |
![]() |
|||||
Inflúensulík einkenni, vöðvaverkir | ![]() |
![]() |
|||||
Ógleði | ![]() |
![]() |
|||||
Roði, kláði eða sviði í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot og mikill kláði | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá einstaklingum eldri en 65 ára.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.