Carbaglu

Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Carglumsýra

Markaðsleyfishafi: Orphan Europe | Skráð: 1. desember, 2016

Carbaglu getur hjálpað til við að minnka umfram magn ammóníaks í blóðvökva (hækkað ammóníakmagn í blóði). Ammóníak er sérstaklega eitrað fyrir heilann og getur í verstu tilfellum leitt til meðvitundarskerðingar og dásvefns. Hækkað ammóníak í blóði kann að orsakast af skorti á sérstöku lifrarensími sem nefnist N-asetýlglútamat syntasi. Sjúklingar með þennan sjaldgæfa sjúkdóm geta ekki eytt köfnunarefnis úrgangi, sem safnast upp eftir neyslu próteina. Þessi sjúkdómur varir alla ævi viðkomandi sjúklings og því þarf lyfjameðferðin að gera það líka. Hækkað ammóníak í blóði getur líka orsakast af ísóvalínsýrublóðsýringu metýlmalónsýrublóðsýringu eða própíónsýrublóðsýringu. Sjúklingar sem þjást af einhverri af þessum röskunum þurfa á meðferð að halda á meðan hækkað ammóníak kemur fram í blóði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Dreifitafla

Venjulegar skammtastærðir:
Venjulegur dagskammtur er oftast nær 100 mg á hvert kílógramm líkamsþyngdarinnar, hámark 250 mg á hvert kíló líkamsþyngdar sem þýðir að ef barnið er 10 kg að þyngd, þá ætti það að fá 1g á sólarhring, þ.e. 5 töflur. - Hjá sjúklingum með skort á N-asetýlglútamat syntasa til langs tíma er dagskammturinn oftast nær frá 10 mg upp í 100 mg á kíló líkamsþyngdar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar að verka innan 2-3 klst

Verkunartími:
36-48 klst

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Carbaglu á að taka inn fyrir mat. Töflurnar þarf að leysa upp í að minnsta kosti 5 til 10 ml af vatni og taka inn samstundis. Dreifan hefur léttsúrt bragð.

Geymsla:
Geymið í kæli (2°C - 8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Eftir fyrstu opnun, geymið ekki í kæli og ekki við meiri hita en 30°C. Geymið lyfjaílátið vel lokað, til að forða lyfinu frá raka. Skrifið opnunardagsetningu á lyfjaílátið. Fargið 1 mánuði eftir fyrstu opnun.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki skal hætta að taka Carbaglu án þess að gera lækninum viðvart.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Spyrjið lækni eða lyfjafræðing um ráð.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Carbaglu valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun          
Hár hiti eða útbrot      
Hægur hjartsláttur          
Niðurgangur, ógleði, uppköst og kviðverkir        

Milliverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Áhrif Carbaglu á meðgöngu og fóstur eru ekki þekkt. Leita skal ráða hjá lækni ef um þungun er að ræða eða þungun er fyrirhuguð.

Brjóstagjöf:
Ekki má taka Carbaglu meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum

Akstur:
Áhrif á hæfni til akstur eða notkunar véla eru ekki þekkt.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.