Cetavlex (afskráð apr. 2006)

óskráð | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Cetrímón

Markaðsleyfishafi: óskráð

Cetavlex hefur sýklaheftandi áhrif. Það er notað útvortis við sýkingum í húð eða sárum og til að fyrirbyggja þær. Cetavlex binst við húð og berst því að óverulegu leyti í blóðrás. Cetavlex er einnig notað á bleyjuútbrot hjá ungbörnum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis krem.

Venjulegar skammtastærðir:
Kremið er borið ríkulega á húð eftir þörfum. Nota má kremið undir sáraumbúðir.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að virka.

Verkunartími:
Cetrímón binst við húð og því varir verkun þess í nokkrar klukkustundir eftir að það er borið á húðina.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er notað eftir þörfum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stórir skammtar ættu ekki að valda óþægindum.

Langtímanotkun:
Sjaldan ætti að vera ástæða til að nota lyfið nema skamman tíma í senn.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Notkun lyfsins fer ekki saman við sápu og önnur anjónísk efni.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Forðist að fá lyfið í augu eða eyru.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.