Condyline (Afskráð ágúst 2018)
Sýklalyf húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Pódófýllótoxín
Markaðsleyfishafi: Galderma Nordic | Skráð: 1. júlí, 1988
Condyline er við vörtum. Vörtur stafa af veirusýkingu í húð en ekki er til neitt sértækt lyf við vörtum. Meðferð við vörtum byggist alltaf á því að drepa húðfrumurnar sem eru sýktar. Pódófýllótoxín, virka efnið í lyfinu, hindrar frumuskiptingu á þann hátt að sýktar frumur geti fjölgað sér. Lyfið er notað á vörtur á kynfærum eða við endaþarm.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Áburður til penslunar.
Venjulegar skammtastærðir:
Borið á vörtur 2svar á dag í 3 daga. Þetta má endurtaka með viku millibili allt að 5 sinnum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-5 vikur.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er venjulega aðeins notað þar til vörtur eru horfnar. Farðu eftir fyrirmælum læknis.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Lyfið á aðeins að bera á vörturnar sjálfar. Skolaðu lyfið af ef það hefur verið borið á of stórt svæði og endurtaktu meðferðina.
Langtímanotkun:
Lyfið getur valdið eiturverkunum ef það er notað í miklu magni í langan tíma. Það er því ekki notað lengur en 5 vikur í senn.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Staðbundin húðerting | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot og mikill kláði | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.