Creon 35.000
Meltingarlyf | Verðflokkur: G | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Amýlasi Lípasi Próteasi
Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 11. janúar, 2023
Creon 35.000 inniheldur blöndu af meltingarensímunum lípasa, próteasa og amýlasa sem unnin eru úr dýraríkinu. Í líkamanum framleiðir briskirtillinn þessi meltingarensím sem eru nauðsynleg fyrir eðlilegt niðurbrot fitu, kolvetna og próteina úr fæðunni. Ef skortur verður á þessum meltingarensímum í líkamanum, t.d. vegna vanstarfsemi briskirtils, veldur það truflun á meltingu og nýtingu fæðuefna og getur það m.a. leitt til niðurgangs og vítamínsskorts. Creon 35.000 er notað við skorti á þessum meltingarensímum frá brisi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Sýruþolin hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 hylki í senn við upphaf hverrar aðalmáltíðar. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi. Má ekki tyggja þau né kremja. Hylkin má opna og blanda innihaldinu saman við vökva eða mat. Ekki má blanda innihaldinu í vatn, mjólk eða heitan mat.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15-30 mín. eftir inntöku.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Má nota í 6 mánuði eftir opnun.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið með næstu máltíð nema að þá sé kominn tími á næsta skammt. Í þeim tilfellum skaltu sleppa þeim skammti sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Niðurgangur, ógleði, uppköst, uppþemba, meltingartruflun, hægðatregða, kviðverkir | ![]() |
![]() |
|||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofnæmi fyrir svínapróteinum
Meðganga:
Lyfið má nota ef ávinningur fyrir móður vegur þyngra en áhætta fyrir fóstrið.
Brjóstagjöf:
Lyfið má nota samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára án sérstakra fyrirmæla frá lækni.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.