Eligard
Lyf með verkun á innkirtla | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Leuprórelín
Markaðsleyfishafi: Recordati | Skráð: 1. júlí, 2006
Leuprórelín er notað gegn langt gengnu blöðruhálskirtilskrabbameini þegar brottnám eistna er ekki talið eiga við. Testósterónmagn í blóði eykst tímabundið í upphafi meðferðar en eftir um 2ja vikna meðferð með leuprórelíni minnkar myndun á testósteróni og þar sem mörg æxli í blöðruhálskirtli eru andrógenháð (karlhormón) getur það leitt til þess að það dregur úr vexti æxlisins og rýrnun verður á æxlunarfærum. Þetta veldur því að sæðismyndun minnkar en þegar lyfjameðferð er hætt verður hún aftur eðlileg.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.
Venjulegar skammtastærðir:
7,5 mg gefin undir húð á 4ra vikna fresti eða 22,5 mg á 3ja mánaða fresti.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. 3-5 vikur eftir fyrsta skammt.
Verkunartími:
Eftir gjöf lyfsins næst mælanlegt magn leuprórelíns allan tímann á milli lyfjagjafa.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymsluþol fullbúins stungulyfs er 30 mín. við stofuhita.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er gefið af sérþjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki, hafið samband við það.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækni.
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf náið með sjúklingi eftir lyfjagjöf.
Aukaverkanir
Í upphafi meðferðar fær um helmingur sjúklinga hitakóf en oftast lagast þessi óþægindi með tímanum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erfiðleikar með þvaglát, næturþvaglát | ![]() |
![]() |
|||||
Eymsli í brjóstum, brjóstastækkun | ![]() |
![]() |
|||||
Hitakóf | ![]() |
![]() |
|||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Hjartsláttarónot, háþrýstingur | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Liðverkir | ![]() |
![]() |
|||||
Ófrjósemi, minnkun á eistum | ![]() |
![]() |
|||||
Ógleði, niðurgangur, meltingartruflanir | ![]() |
![]() |
|||||
Staðbundnir verkir og eymsli á stungustað | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot og kláði | ![]() |
![]() |
|||||
Þreyta | ![]() |
![]() |
|||||
Þvagfæra- eða húðsýking | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Þyngsli fyrir brjósti | ![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum á barneignaraldri.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum á barneignaraldri.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.