Etalpha

Vítamín | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Alfakalsídól

Markaðsleyfishafi: Leo Pharma | Skráð: 1. nóvember, 1979

Alfakalsídól, virka efnið í Etalpha, er hliðstæða D3 vítamíns. Það breytist í lifrinni í kalsítríól sem er virkt umbrotsefni D3 vítamíns. Lyfið eykur frásog kalsíums (kalks) og fosfats frá meltingarveginum og endurfrásog kalsíums frá nýrnapíplum. Alfakalsídól er notað við sjúkdómum sem koma til vegna truflana í kalkefnaskiptum í líkamanum og eru taldir stafa af minnkaðri framleiðslu hans á D3 vítamíni. Lyfið er auk þess notað hjá börnum við nýrnabeinkröm og ættgengum D-vítamínskorti. Alfakalsídól er þó eingöngu ætlað að nota í tilfellum þegar önnur D-vítamínmeðferð gefur ekki nægan árangur, til dæmis hjá sjúklingum með mjög skerta nýrnastarfsemi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn þyngri en 20 kg: Byrjunarskammtur er 1-2 míkrógrömm á dag. Börn léttari en 20 kg: Byrjunarskammtur er 0,05 míkrógrömm á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Læknir ákvarðar síðan áframhaldandi skammt með tilliti til mælinga á kalsíum og fosfati í blóði. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
3-5 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Getur valdið D-vítamíneitrun og of mikið kalk hleðst upp í blóðinu. Helstu einkennin eru þorsti, aukin þvaglát, þreyta, lystarleysi og höfuðverkur. Hafðu strax samband við lækni ef tekinn er of stór skammtur af lyfinu.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Mjög reglulegt eftirlit hjá lækni er nauðsynlegt til þess að fylgjast með magni kalsíums og fosfats í blóði.


Aukaverkanir

Helst er hætta á of miklu kalki í blóði en helstu einkenni þess eru þorsti, þreyta, lystarleysi og aukin þvaglát.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði          
Þorsti, aukin þvaglát        
Þreyta, lystarleysi        

Milliverkanir

Ekki er æskilegt að taka lyf sem innihalda magnesíum, til dæmis sum sýrubindandi lyf, eða D-vítamín eða önnur D-vítamínlyf á meðan alfakalsídól er tekið.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Fylgjast þarf mjög náið með magni kalsíums og fosfats í blóði á meðan lyfið er tekið, vikulega eða oftar í upphafi og ekki sjaldnar en mánaðarlega í viðhaldsmeðferð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.