Metvix

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Metýlamínólevúlínat

Markaðsleyfishafi: Galderma Nordic | Skráð: 1. apríl, 2004

Metvix er notað við krabbameini í andlitshúð og hársverði sem meðal annars getur verið af völdum sólarljóss. Faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sjá alfarið um meðferðina. Meðferðin felst í að bera Metvix krem á húðina og beita síðan á hana ljósi. Skemmdar húðfrumur taka upp metýlamínólevúlínat úr kreminu og skemmast svo við það að ljósi sé beitt á þær (ljósvirknimeðferð). Heilbrigð húð umhverfis verður ekki fyrir áhrifum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis krem.

Venjulegar skammtastærðir:
Öll stig meðferðarinnar eru í höndum faglærðra heilbrigðisstarfsmanna.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan viku frá því að umbúðir eru opnaðar.

Ef skammtur gleymist:
Í flestum tilfellum þarf einungis að beita meðferðinni í eitt skipti og þar sem meðferðin er í höndum faglærðra heilbrigðisstarfsmanna þá er lítil hætta á að skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Meiri líkur eru á sársauka og sviða ef lyfið er látið liggja lengi á húðinni. Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins í langan tíma.


Aukaverkanir

60-80% sjúklinga finna fyrir einhverjum aukaverkunum. Algengast er að fólk finni fyrir sársaukakennd í húð. Einkenni eru venjulega væg eða miðlungs alvarleg. Venjulega koma einkennin fram meðan á ljósameðferð stendur eða stuttu eftir hana og vara í nokkrar klst. og venjulega hjaðna þau á meðferðardegi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bruna- og hitatilfinning          
Hörundsroði          
Kláði og bjúgur          
Litabreytingar í húð          
Sár, blæðingar og blöðrur í húð          
Sársauki og óþægindi á meðferðarstað          
Skorpumyndun          
Sviði, stingur og náladofi í húð          
Sýking í húð        
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti ættu því að gera hlé á brjóstagjöf í tvo sólarhringa eftir notkun lyfsins.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Forðist að láta sólarljós skína á húðskemmdir sem fengið hafa meðferð eða húðina í kring fyrstu dagana á eftir.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.