Praluent

Blóðfitulækkandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Alirocumab

Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. febrúar, 2016

Praluent inniheldur virka efnið alirocumab sem er einstofna mótefni (sérhæft prótein hannað til að festa sig við markefni í líkamanum). Einstofna mótefni eru prótein sem þekkja og bindast við önnur einstök prótein. Praluent hjálpar við að lækka gildi „slæma“ kólesterólsins (einnig kallað LDL-kólesteról). Praluent binst við og hindrar prótein sem kallast PCSK9. PCSK9 er prótein sem lifrarfrumur seyta. „Slæma“ kólesterólið er venjulega fjarlægt úr blóðinu með bindingu við sértæka „viðtaka“ (tengistöð) í lifrinni. PCSK9 fækkar þessum viðtökum í lifrinni – það veldur því að meira er af „slæma“ kólesterólinu en á að vera. Með því að hindra PCSK9 eykur Praluent fjölda viðtaka sem eru lausir til að hjálpa við að fjarlægja „slæma“ kólesterólið – þetta lækkar gildi „slæma“ kólesterólsins. Praluent er notað fyrir fullorðna með há gildi kólesteróls í blóði (kólesterólhækkun í blóði (ættgeng arfblendin og ekki ættgeng) eða blönduð blóðfituröskun). Það er gefið með statíni (lyf sem er algengt að nota til að meðhöndla hátt kólesteról) eða öðrum lyfjum sem lækka kólesteról, ef hámarksskammtur af statíni lækkar ekki gildi kólesteróls nægjanlega eða, eitt eða ásamt öðrum kólesteróllækkandi lyfjum þegar statín þolast ekki eða ekki er hægt að nota þau. Haldið áfram að fylgja mataræði sem lækka á kólesteról meðan þetta lyf er notað.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf sem er gefið undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundið

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Minni fituneysla er hluti af meðferðinni, bæði fyrir og meðan á meðferð stendur.

Geymsla:
Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið pennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Ef þörf er á, má geyma staka áfyllta penna utan kælis við lægri hita en 25°C í að hámarki 30 daga. Verjið gegn ljósi. Eftir að Praluent er tekið úr kæli, verður að nota það innan 30 daga eða farga því.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammti er sleppt skaltu sprauta þig með næsta skammti svo fljótt sem auðið er. Notið síðan næsta skammt á venjulegum áætluðum tíma. Þetta mun halda þér við upphaflega áætlun. Ef þú ert ekki viss um hvenær á að sprauta Praluent hafðu samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni, annars er hætta á að sjúkdómur versni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður á að hafa samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing. Einnig má hafa samband við eitrunardeild Landspítala í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Meðferð við of háu kólesteróli er langtímameðferð.


Aukaverkanir

Lyfið þolist almennt vel og aukaverkanir þess eru venjulega vægar og tímabundnar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Erting í húð á stungustað          
Hiti, útbrot, mikill kláði      

Milliverkanir

Þar sem alirocumab er lífrænt lyf er ekki búist áhrifum af völdum alirocumabs á önnur lyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm

Meðganga:
Notkun Praluent er ekki ráðlögð á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Notkun Praluent er ekki ráðlögð meðan brjóstagjöf stendur yfir.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Ekki er búist við að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Áfengi:
Getur aukið líkur á lifrarvandamálum. Gæta ætti hófsemi í áfengisdrykkju.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.