Scopoderm

Lyf við uppköstum og ógleði | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Skópólamín

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. júlí, 1985

Scopoderm er við ferðaveiki eins og bílveiki, flugveiki eða sjóveiki. Virka efnið skópólamín dregur úr áhrifum boðefnisins asetýlkólíns í heila og ógleði og uppköst verða fátíðari. Lyfið er gefið í forðaplástri sem er límdur á húðina á bak við eyrað. Það berst síðan með jöfnum hraða úr plástrinum, gegnum húðina og inn í blóðrásina. Með þessu móti fæst stöðug þéttni lyfsins í blóði og þar veitir það vörn gegn ferðaveiki í 3 sólarhringa. Notaðan plástur má alls ekki nota aftur þegar hann hefur verið tekinn af húðinni, líka þótt hann hafi ekki verið á húðinni þessa 3 sólarhringa. Æskilegt er að þvo húðina undan plástrinum eftir að hann hefur verið fjarlægður. Plásturinn þolir að farið sé með hann í bað. Mjög mikilvægt er að þvo sér vel um hendur eftir að búið er að líma plásturinn á húðina og gæta þess vel að lyfið berist ekki í augun. Þá verður líka að brjóta saman notaðan plástur og fleygja honum þangað sem engin hætta er á að börn komist í hann því að leifar af lyfinu verða alltaf eftir í plástrinum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðaplástur á húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: 1 forðaplástur er settur á húðina á bak við eyrað minnst 5-6 klst. áður en ferðin hefst, jafnvel kvöldið áður. Þetta veitir vernd gegn ferðaveiki í a.m.k. 72 klst. Þegar ferð er lokið á að fjarlægja plásturinn, en ekki síðar en 72 klst. eftir að hann var settur á. Einn forðaplástur gefur frá sér um 1 mg af skópólamíni á 72 klst.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
5-6 klst. eftir að forðaplásturinn var límdur á húðina.

Verkunartími:
Um 72 klst. Eftir að plásturinn hefur verið fjarlægður af húðinni, heldur lyfið áfram að berast úr henni og inn í blóðrásina í 1-2 daga til viðbótar, en í minna magni.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað við ferðaveiki í skamman tíma í senn.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulegir ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við óvenjuleg einkenni skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Lyfið er eingöngu notað í skamman tíma í senn við ferðaveiki. Ferðaveiki gengur yfirleitt yfir af sjálfu sér á innan við viku og ekki reynir á langtímanotkun lyfsins.


Aukaverkanir

Munnþurrkur er algengasta aukaverkun skópólamíns og kemur fram hjá um helmingi þeirra sem nota lyfið.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hægðatregða          
Munnþurrkur          
Óróleiki, rangskynjanir      
Sjóntruflanir          
Staðbundin erting þar sem lyfið er notað          
Þvagtregða          
Þreyta, svefnhöfgi, svefndrungi          
Erting í augnloki          

Milliverkanir

Skópólamín getur milliverkað við öll lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og því skal nota það af mikilli varúð hjá sjúklingum sem nota slík lyf. Láttu lækninn alltaf vita ef þú tekur önnur lyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil eða eigir erfitt með þvaglát
  • þú hafir einhvern tíma greinst með sjúkdóm í meltingarvegi
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Þó er æskilegt að gæta varúðar hjá eldra fólki þar sem það er viðkvæmara með tilliti til aukaverkana lyfsins.

Akstur:
Lyfið getur skert aksturshæfni og því á ekki að aka bíl meðan lyfið er notað og ekki í einn sólarhring eftir að forðaplásturinn hefur verið fjarlægður.

Áfengi:
Lyfið eykur verkun áfengis.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.