Sínex

Öndunarfæralyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Brómhexín

Markaðsleyfishafi: Laboratoria Qualiphar | Skráð: 1. september, 2023

Sínex tilheyrir flokki lyfja sem draga úr seigju slíms í öndunarvegi, nefi og berkjum. Sínex er notað til meðhöndlunar á sjúkdómum í berkjum sem orsakast af seytingu seigfljótandi slíms: berkjubólgu, barkabólgu og skútabólgu. Virka efnið í lyfinu kallast brómhexín og það dregur úr seigju slíms með sundrun súrra slímfjölsykrutrefja. Sínex inniheldur engan sykur og hentar því til notkunar hjá sykursjúkum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Saft með hindberjabragði.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 15 ára: 15 ml, 3svar sinnum á dag. Börn á aldrinum 10 til 15 ára: 10 ml, 3svar sinnum á dag. Börn á aldrinum 5 til 10 ára: 5 ml, 3svar sinnum á dag. Börn á aldrinum 2 til 5 ára: 2 ml, 3svar sinnum á dag. Saftina skal taka eftir máltíð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. 30 mínútur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki er þörf á sérstökum ráðstöfunum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er þörf á sérstökum ráðstöfunum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Ofskömmtun getur valdið blóðþrýstingsfalli.

Langtímanotkun:
Er án vandkvæða. Þú skalt þó ekki nota lyfið lengur en í 7 daga í röð án samráðs við lækni.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði          
Ógleði          
Bráðaofnæmisviðbrögð/lost, ofsakláði      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið má nota á meðgöngu nema læknir ráðleggi gegn því.

Brjóstagjöf:
Lyfið má nota með brjóstagjöf nema læknir ráðleggi gegn því.

Börn:
Lyfið má gefa börnum 2 ára og eldri.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrifá aksturshæfni.

Fíknarvandamál:
Lyfið inniheldur ekki áfengi en það inniheldur própýlenglýkól. Það veldur líkum einkennum og áfengi.

Annað:
Lyfið inniheldur sorbitól sem að getur haft væg hægðalosandi áhrif.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.