Soluvit

Vítamín | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Vítamínblanda

Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 2. mars, 1978

Soluvit er blanda af vatnsuppleysanlegum vítamínum. Það er gefið sem uppbótarnæring í bláæð til að uppfylla daglega þörf fyrir vatnsuppleysanleg vítamín. Soluvit inniheldur B1-vítamín, B2-vítamín, nikótínamíð, B6-vítamín, B5-vítamín, C-vítamín, fólínsýra, B12-vítamín og bíótín.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Heilbrigðisstarfsfólk annast gjöf á Soluvit. Lyfið er venjulega gefið í bláæð. Skammturinn er einstaklingsbundinn og ákvarðaður út frá aldri, þyngd, líkamlegu ástandi og annari meðferð sem þú færð.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif Soluvit á mat og drykk.

Geymsla:
Geymið lyfið við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Látið lækninn vita ef þú heldur að þú hafir fengið of mikið af lyfinu. Ekki hefur verið greint frá aukaverkunum við ofskömmtun vatnsleysanlegra vítamína.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Lyfið gæti milliverkað við önnur lyf og þarf þá að bregðast við milliverkunum milli einstakra vítamína og annarra lyfja eftir því sem við á í hverju tilviki.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nota má lyfið á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Nota má lyfið með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum á öllum aldri.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif Soluvit á áfengi.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.