Sulfur - forskriftarlyf
Lyf við bólum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Sulfur
Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. desember, 2022
Sulfur er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Sulfur kremið inniheldur 5% brennistein og er notað við gelgjubólum. Brennisteinn hreinsar húðina og hefur væga örverudrepandi eiginleika.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis krem
Venjulegar skammtastærðir:
Notist samkvæmt leiðbeiningum frá lækni. Yfirleitt er húðin þvegin áður en kremið er borið á. Kremið er borið á bólótt svæði og þrifið af eftir 10 mínútur.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings, allt að 3 mánuðir.
Verkunartími:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.
Geymsla:
Geymið við stofuhita þar sem börn ná hvorki til né sjá.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Nota skal lyfið eins lengi og læknir segir til um.
Aukaverkanir
Aukaverkanir sem koma fram eru aðallega tengdar húðinni eins og þurrkur og roði. Láttu lækni vita af öllum aukaverkunum sem þú finnur.
Milliverkanir
Engar rannsóknir hafa verið gerðar á milliverkunum. Gæta skal varúðar þegar aðrar húðvörur eru notaðar samhliða sulfur kremi.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á þessu lyfi.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Íþróttir:
Innihaldsefnin eru ekki bönnuð við æfingar og í keppni.
Annað:
Sulfur krem er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.