Synarela

Hormónalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Nafarelín

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. apríl, 1992

Synarela er notað þegar myndun kynhormóna er ekki æskileg, t.d. við legslímuvillu, til að minnka vöðvaæxli í legi og sem bælimeðferð í tæknifrjóvgun. Lyfið hefur áhrif á magn kynhormóna í líkamanum en aukið magn þeirra dregur úr myndun þeirra í líkamanum. Tilgangur lyfsins í glasafrjóvgun er að slökkva á hormónakerfi konunnar sem stjórnar starfsemi eggjastokkanna. Þannig næst betri stjórn á hormónakerfinu og í framhaldinu er gefin svokölluð FSH-sprauta sem örvar vöxt og þroska eggbúa hjá konum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Nefúði.

Venjulegar skammtastærðir:
Við legslímuvillu og vöðvaæxli í legi: 1 úðaskammtur í nös 2svar á dag. Fyrir glasafrjóvgun: 1-2 úðaskammtar í nös 2svar á dag. Hver úðaskammtur innheldur 200 míkrógrömm nafarelín.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið þarf að geymast í uppréttri stöðu og má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækni ef skammtur gleymist. Ekki má nota tvöfaldan skammt ef skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar. Langvarandi meðferð getur komið af stað ástandi sem líkist tíðahvörfum.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukinn hárvöxtur, bólur          
Beinþynning        
Bjúgur          
Blæðing úr leggöngum        
Breytingar á kynhvöt          
Breytt líkamsþyngd, minnkun brjósta          
Erting í nefi          
Fitukennd, gljándi og gulleit húð          
Geðsveiflur          
Höfuðverkur, svefnleysi, hitakóf          
Útbrot, kláði        
Verkur fyrir brjósti, mæði        
Vöðvaverkir          
Þurrkur í leggöngum          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Áfengi getur þó valdið fósturskaða og er því ekki talið æskilegt að neyta áfengis á meðan meðferð stendur yfir.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.