Talzenna

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Talazoparib

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. september, 2021

Talzenna inniheldur virka efnið Talazoparib. Virkni lyfsins er að hindra ensím sem tekur þátt í viðbrögðum við DNA skemmtum í krabbameinsfrumum. Það kemur í veg fyrir DNA viðgerð sem leiðir til frumudauða.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er 1mg á dag. Skammta aðlögun er einstaklingsbundin.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Almennt á 1-2 klukkutímum

Verkunartími:
Misjafnt eftir einstaklingum en áhrif vara í nokkra daga eftir stakan skammt

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Enginn þörf á breyttu mataræði

Geymsla:
Geymið í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem born hvorki ná til né sjá

Ef skammtur gleymist:
Ekki taka viðbótarskammt. Taka næsta skammt á áætluðum tíma

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta á lyfinu nema í samræmi við lækni

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum

Langtímanotkun:
Árangur meðferðar er metinn reglulega af lækni


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðleysi          
Höfuðverkur          
Minnkuð matarlyst          
Ógleði, uppköst, niðurgangur og kviðverkir          
Þreyta          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Ekki má nota lyfið á meðgöngu

Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið með brjóstagjöf

Börn:
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára

Eldra fólk:
Ekki þörf á breyttum skömmtum

Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á hæfni til aksturs

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á lyfið

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni

Annað:
Hylkin skal gleypa í heilu lagi, það má hvorki opna þau eða leysa upp


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.