Thiamazole Uni-Pharma
Skjaldkirtilslyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Thiamazol
Markaðsleyfishafi: Uni-Pharma | Skráð: 1. desember, 2018
Thiamazole Uni-Pharma er skjaldkirtilslyf sem inniheldur virka efnið thiamazol. Lyfið er notað við ofvirkum skjaldkirtli en þá seytir skjaldkirtillinn of miklu magni af skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á efnaskipti í líkamanum og ef það er ofgnótt af þessum hormónum í blóðinu getur maður fengið mikla orku í upphafi sem getur á endað með ofkeyrslu. Einkenni sem geta tengst ofvirkum skjaldkirtil er meðal annars þreyta, mæði, kvíði, pirringur, svitnar mikið, bólga á hálsi og þurr augu. Einnig geta augun orðið útstæð en með því fylgir einnig verkir og tvísýni. Thiamazol hindrar upptöku á joði við framleiðslu skjaldkirtilshormóna en joð er nauðsynlegt fyrir nýmyndun skjaldkirtilshormóna. Lyfið hefur því þau áhrif að líkaminn á erfiðara með að framleiða skjaldkirtilshormón sama hver orsök offramleiðslunnar er.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: Upphafsskammtur er 2-8 töflur á dag, gefnar í nokkrum skömmtum. Viðhaldsskammtur er 1-2 töflur (5-10 mg) á dag að morgni.
Börn: 3-17 ára, fer eftir þyngd barns.
Lyfið tekið inn með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um það bil 8 klst.
Verkunartími:
Um 1 sólarhringur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum til varnar gegn ljósi þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taka næsta skammt eins og venjulega og sleppa þeim sem gleymdist. Ekki taka 2 skammta á sama tíma.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað ef töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Breyting á bragðskyni | ![]() |
![]() |
|||||
Brisbólga: Hiti og kviðverkir | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Eymsli í liðamótum | ![]() |
![]() |
|||||
Gula | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Kláði og útbrot í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Þrota í slímhimnu í munni og blæðing úr húð og slímhimnum, hálsbólga, hita og önnur einkenni sýkingar. | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Joðskortur eykur virkni skjaldkirtils með inntöku lyfsins og ofgnótt joðmagn minnkar virkni kirtilsins. Aðrar milliverkanir við lyf eru ekki þekktar.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
- þú sért með stækkaðan skjaldkirtil
- þú sért með ofnæmi fyrir öðrum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla ofvirkan skjaldkirtil.
- þú sért með stíflu í gallflæði
- þú heftur orðið fyrir beinmergsskaða
Meðganga:
Lyfið getur haft skaðleg áhrif á ófætt barn en nauðsynlegt getur verið að halda áfram meðferð á meðgöngu en aðeins undir nánu eftirliti hjá lækni. Konur á barneignaaldri eiga að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum undir 3ja ára aldri. Skammtar eru háðir líkamsþyngd hjá börnum 3-17 ára aldri.
Eldra fólk:
Gæti þurft lægri skammta.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.