Thiamazole Uni-Pharma

Skjaldkirtilslyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Thiamazol

Markaðsleyfishafi: Uni-Pharma | Skráð: 1. desember, 2018

Thiamazole Uni-Pharma er skjaldkirtilslyf sem inniheldur virka efnið thiamazol. Lyfið er notað við ofvirkum skjaldkirtli en þá seytir skjaldkirtillinn of miklu magni af skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á efnaskipti í líkamanum og ef það er ofgnótt af þessum hormónum í blóðinu getur maður fengið mikla orku í upphafi sem getur á endað með ofkeyrslu. Einkenni sem geta tengst ofvirkum skjaldkirtil er meðal annars þreyta, mæði, kvíði, pirringur, svitnar mikið, bólga á hálsi og þurr augu. Einnig geta augun orðið útstæð en með því fylgir einnig verkir og tvísýni. Thiamazol hindrar upptöku á joði við framleiðslu skjaldkirtilshormóna en joð er nauðsynlegt fyrir nýmyndun skjaldkirtilshormóna. Lyfið hefur því þau áhrif að líkaminn á erfiðara með að framleiða skjaldkirtilshormón sama hver orsök offramleiðslunnar er.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: Upphafsskammtur er 2-8 töflur á dag, gefnar í nokkrum skömmtum. Viðhaldsskammtur er 1-2 töflur (5-10 mg) á dag að morgni. Börn: 3-17 ára, fer eftir þyngd barns. Lyfið tekið inn með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um það bil 8 klst.

Verkunartími:
Um 1 sólarhringur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum til varnar gegn ljósi þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taka næsta skammt eins og venjulega og sleppa þeim sem gleymdist. Ekki taka 2 skammta á sama tíma.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað ef töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á bragðskyni          
Brisbólga: Hiti og kviðverkir      
Eymsli í liðamótum          
Gula      
Kláði og útbrot í húð          
Kviðverkir, ógleði, uppköst          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þrota í slímhimnu í munni og blæðing úr húð og slímhimnum, hálsbólga, hita og önnur einkenni sýkingar.      

Milliverkanir

Joðskortur eykur virkni skjaldkirtils með inntöku lyfsins og ofgnótt joðmagn minnkar virkni kirtilsins. Aðrar milliverkanir við lyf eru ekki þekktar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
  • þú sért með stækkaðan skjaldkirtil
  • þú sért með ofnæmi fyrir öðrum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla ofvirkan skjaldkirtil.
  • þú sért með stíflu í gallflæði
  • þú heftur orðið fyrir beinmergsskaða

Meðganga:
Lyfið getur haft skaðleg áhrif á ófætt barn en nauðsynlegt getur verið að halda áfram meðferð á meðgöngu en aðeins undir nánu eftirliti hjá lækni. Konur á barneignaaldri eiga að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum undir 3ja ára aldri. Skammtar eru háðir líkamsþyngd hjá börnum 3-17 ára aldri.

Eldra fólk:
Gæti þurft lægri skammta.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.