Augnangur

Augnsjúkdómar Augun Sérfræðingar Lyfju

Augnkvef eða vogrís orsakast vanalega af bakteríum eða veirusýkingum og er bráðsmitandi. Einkenni eru rauð og viðkvæm augu sem úr getur komið gröftur og aukin táramyndun. Frjókornaofnæmi ýtir oft undir þessi einkenni.


GÓÐ RÁÐ

  • Skolaðu augað með sterílu saltvatni, sérstaklega á morgnana og áður en notast er við augndropa
  • Ef augað er viðkvæmt geta gervitár dregið úr ertingu
  • Notkun gervitára getur fyrirbyggt sýkingu ef þú hefur augnþurrk
  • Þvoðu hendur og sprittaðu og forðastu að nudda augun

NOTKUN AUGNLYFJA

  • Settu augndropana eða smyrslið í neðri hluta augans (tárasekkinn) og haltu auganu lokuðu í um hálfa mínútu
  • Fylgdu fyrirmælum læknis en athugaðu að gott getur verið að setja augnlyfið í bæði augun þó að einkenni séu aðeins i öðru auganum.
  • Nota skal lyfið jafnt yfir sólarhringinn, sem dæmi er lyf sem nota á 4 sinnum á dag notað á 6 klst. fresti (augnsmyrsli er yfirleitt borið í fyrir svefn)
  • Meðferð skal haldið áfram í 2 sólarhringa eftir að einkenni hafa horfið til að minnka líkur á að sýking taki sig upp aftur
  • Hafðu í huga að augndropar og smyrsl hafa aðeins 4 vikna geymsluþol eftir opnun
  • Einnota ampúlur með augnlyfinu þarf að nota um leið og ampúlan hefur verið opnuð og hana skal aðeins nota einu sinni
  • Það getur reynst erfitt að koma augnlyfi í augu barna - gott ráð er að biðja barnið um að loka augunum svo hæg sé að bera lyfið í tárasekkinn, eftir það getur barnið deplað augunum til að fá lyfið í augað

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

  • Ef þú sýnir engin batamerki næstu 2-3 sólarhringana
  • Ef vart verður sjóntruflana
  • Ef sýkingin tekur sig upp að nýju eftir að meðferð er lokið
  • Augndropar eða smyrsl með sýklalyfi er lyfseðilsskylt


SJÁLFSHJÁLP

  • Augnangur má meðhöndla með því að nota sótthreinsandi augnklúta t.d. frá Blephaclean og/eða gervitár til að hreinsa sýkt auga
  • Þvoðu í áttina að nefi, mikilvægt er að hafa hendur hreinar og sótthreinsaðar


LYFJA MÆLIR MEÐ

Ítarlegar upplýsingar má finna á hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvar sem þú ert í gegnum Lyfju appið eða á netspjalli á lyfja.is.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

046fcdb2-57fd-49c0-bfba-f10482ca337f

Mynd af auga: Andriyko Podilnyk on Unsplash