Bólur - hvað er til ráða?

Almenn fræðsla Húð

Arna Björk húðsjúkdómalæknir fjallaði um bólusjúkdóm í húðinni eða acne á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju 9. júní 2021. Bólur eru mjög algengar og eitthvað sem flestir þurfa að kljást við einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Hún fór meðal annars yfir einkenni sjúkdómsins, af hverju sumir verða mjög slæmir af bólum og gefur ráð um hvað ber að varast. Einnig gefur Arna Björk ráð um hvernig er hægt að meðhöndla vægar bólur sjálfur með vörum sem hægt er að fá án lyfseðils í apótekunum.

Arna Björk Kristinsdóttir er sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum og starfar á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi. Hún hlaut sérfræðiréttindi sín við Háskólasjúkrahúsið í Uppsala í Svíþjóð og starfaði eftir það á einni stærstu húðlæknastofu Stokkhólms þar sem hún hlaut víðtæka reynslu.

Á Húðlæknastöðinni sinnir Arna Björk öllum helstu húðsjúkdómum, meðal annars greiningu og meðferð húðkrabbameina, ráðgjöf um viðhald heilbrigðrar húðar og veitir meðferðir til að draga úr aldurstengdum breytingum. Húðlæknastöðin er leiðandi á sviði meðferða gegn ótímabærri öldrun húðarinnar og er með öfluga laser- og meðferðardeild.

www.hudlaeknastodin.is

 

Mynd frá Barbara Krysztofiak on Unsplash