Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörLyfja Lágmúla og Smáratorgi eru opnar til miðnættis alla páskana. Kynntu þér aðra opnunartíma verslana Lyfju yfir hátíðarnar hér.
Valdís eigandi Flothettu talar um fræðin á bakvið flot og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins.
Það fer eflaust ekki farið fram hjá neinum þegar lúsmýið er mætt á stjá og hefur dreift sér víða um land með tilheyrandi óþægindum og vandræðum. Lúsmý eru afar litlar, fínlegar og illa sýnilegar flugur sem finnast víða um land.
Bætum andlega heilsu og hlæjum saman! Að hlæja er talið bæta andlega heilsu ásamt því að njóta útivistar í náttúrunni. Okkur hjá Lyfju langar að bjóða ykkur á viðburð sem tengir þetta tvennt saman. Við bjóðum því á uppistand útí skógi þann 29. mars kl. 18:00 með Sögu Garðardóttur.
Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði fjallar um andlega heilsu og geðrækt og fer í gegnum nokkrar aðferðir til að hlúa að eigin geðheilsu og vellíðan á Facebook síðu Lyfju 15. mars kl. 11.
Kristín Björg Flygenring, sérfræðingur í barnahjúkrun, starfar með fjölskyldum barna með svefnvanda hjá Barnaspítala Hringsins og hjá svefnráðgjöf.is. Kristín veitir ráðleggingar um jákvæðar svefnvenjur barna.
Neföndun er ummyndandi. Hún bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á að andlitið vaxi og þroskist rétt og stuðlar að beinum tönnum.
Við þekkjum vel orðið líkamsrækt og erum meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa líkamann og gera æfingar sem efla líkamlega heilsu. Orðið geðrækt er kannski ekki alveg eins vel þekkt. Í stuttu máli felst geðrækt í því að hlúa að geðheilsunni eða andlegri heilsu með aðferðum sem miða að því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan og heilsu.
Í dag hefst framtíðin
Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.
Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar.
Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.
Eitt líf – óteljandi byrjanir.
Heilbrigður lífsstíll er mikilvægur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Hann felur í sér að taka ákvarðanir sem stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu með því að huga að hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, nægum svefni og stjórna streitu. Allt eru þetta þættir sem geta fyrirbyggt sjúkdóma.
Góður svefn er afar mikilvægur heilsunni. Í svefni hvílist líkaminn, endurnýjar sig og nærir. Þá fer fram framleiðsla ýmsum hormónum sem og fjölmargir aðrir ferlar sem líkamanum eru nauðsynlegir.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir fræðir um núvitund en hún hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi. Gyða er með með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík.
Úrið er létt, fíngert, vatnshelt og hlutverk þess er að halda vel utan um heilsuna þína. Ef þú þarft úr í þægilegri stærð og þér er annt um heilsuna, gæti Vivosmart5 verið úrið fyrir þig. Það er einfalt í notkun og fylgist með heilsunni allan sólarhringinn.
Verðum aðeins betri í að anda betur. Björgvin Páll leiðir okkur í gegnum öndunaræfingar sem henta vel í bílnum, fyrir svefninn eða þegar streita eða kvíði hellist yfir okkur.
Svefnleysi getur verið ýmiss konar. Fólk getur átt í erfiðleikum með að sofna, haldast sofandi eða að svefngæði séu léleg eða óhagstæð. Öllu þessu fylgir oftast mikil dagþreyta. Við förum í gegnum nokkur svefnstig um nóttina og virðast þau öll mjög mikilvæg við að halda góðri heilsu. Eitt efni í líkama okkar kemur mikið við sögu í sambandi við svefninn og það er efnið melatónín.
Járn sjálfsprófið er gagnlegt til að athuga járnforða líkamans. Prófið er ónæmisfrumufræðilegt tæki sem greinir ferritíngildi í blóði.
D-vítamín sjálfsprófiið er ónæmismæling sem byggir á meginreglunni um samkeppnispróteinabindingu, sem getur sýnt fram á óhóflegt, nægilegt, ófullnægjandi eða skort á D-vítamíni í blóði. Prófið er fyrir þá sem þreytast auðveldlega, fá lítið sólarljós, innbyrgða mat með litlu D vítamíni svo eitthvað sé nefnt.
Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.
Eins og fram kom í fyrri grein (Sjá grein; Heilbrigð húð | Næring og heilsa ) um það hvernig næring hefur áhrif á húðheilsu þá þarf húðin, eins og önnur líffæri, á góðri næringu að halda til að viðhalda sínu hlutverki og fæðuval okkar virðist geta haft jávkæð áhrif á hana. Heilbrigð og falleg húð gefur vel til kynna hvernig líkami þinn lítur út að innan og hvernig honum líður.
Oftast er talað um 6 húðgerðir og hér eru nokkur einkenni til að auðvelda þér að greina húðgerðina þína rétt.