Efni sem húðlæknar mæla með gegn ólíukenndri eða bólóttri húð

Almenn fræðsla Húð

Húðlæknar á Húðlæknastöðinni mæla með ákveðnum efnum fyrir ólíukennda eða bólótta húð. Kynntu þau þér þau í þessari grein.

Salicylsýra (BHA sýra)

Fituleysanleg sýra sem hjálpar til við að halda fitukirtlum húðarinnar hreinum. Dauðar húðfrumur og húðfita safnast fyrir í kirtlunum og getur valdið stíflum. Salicylsýran fjarlægir þessar húðfrumur og húðfitu og heldur kirtlunum hreinum og opnum. Hún er einnig bólgueyðandi. Gott er að nota hreinsi sem inniheldur salicylsýru einu sinni til tvisvar sinnum á dag.

Skoðaðu vörur sem innihalda salicylsýru hér

Retinól/retinóíðar

A-vítamín sýrur sem hafa margvíslega virkni fyrir húðina. Þær minnka m.a. olíuframleiðslu í fitukirtlunum, draga svitaholur saman, minnka fílapensla og losa húðina við dauðar húðfrumur sem geta stíflað húðina. Einnig hafa þau góð áhrif á litabreytingar í húð og ör t.d. eftir bólur. Að auki örva retinól nýmyndun kollagens í húðinni og hægja þar af leiðandi á öldrun húðarinnar og minnka fínar línur og hrukkur. Retinól geta verið svolítið ertandi fyrir húðina og því er mikilvægt að byrja varlega að nota retinól og vinna sig síðan upp í notkun.

Skoðaðu vörur sem innihalda retinól hér

Glycolic sýra

Vatnsleysanleg ávaxtasýra (AHA). Hreinsar dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Örvar kollagen framleiðslu og getur haft áhrif á fínar línur, hrukkur og litabreytingar. Gefur húðinni auk þess raka.

Skoðaðu vörur sem innihalda glycolic sýru hér

Mandelic sýra

Vatnsleysanleg ávaxtasýra (AHA). Minnst ertandi af ávaxtasýrunum og hentar fólki með viðkvæma olíukennda húð því hún hefur sýnt bakteríudrepandi eiginleika.

Skoðaðu vörur sem innihalda Mandelic sýru  hér

Niacinamid

Er B-vítamín (B3) sem vinnur gegn bólumyndun í húð með því að draga úr fitumyndun og minnkar ásýnd svitahola (e. pores) í húðinni. Niacinamid er einnig andoxunarefni og örvar kollagen framleiðslu húðarinnar og hefur þar af leiðandi fyrirbyggjandi áhrif gegn öldrun húðarinnar. Það er ekki eins ertandi og retinól og henta því oft þeim sem ekki þola retinól.

Skoðaðu vörur sem innihalda Niacinamid hér

Sólarvörn

Vörur sem vinna gegn bólum geta verið ertandi fyrir húðina og gert hana viðkvæmari fyrir sól. Því er enn mikilvægara en ella að nota sólarvörn daglega. Notaðu olíulausa sólarvörn sem er með SPF 50 og er sérstaklega gerð fyrir andlit. Aðrar sólarvarnir geta verið of olíukenndar og aukið á bólumyndun.

Skoðaðu sólarvarnir hér

Rakakrem

Öll húð þarfnast raka, jafnvel þó hún sé olíumikil. Veldu olíulaus rakakrem. Gott er að nota serum eða gel fyrir mjög olíumikla húð.

Skoðaðu rakakrem hér

Njótum okkar í eigin skinni

Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar
Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.

Lyfja er í góðu samstarfi við Húðlæknastöðina. Á Húðlæknastöðinni starfa færir húðlæknar og sérhæft starfsfólk með menntun á heilbrigðissviði við bæði húðlækningar og lýtahúðlækningar.

Heilsa þín er okkar hjartans mál – þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Allar

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir, Sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum, Húðlæknastöðinni, Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir, Sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum, Húðlæknastöðinni og Arna Björk Kristinsdóttir, Sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum, Húðlæknastöðinni.