Efni sem húðlæknar mæla með til að viðhalda unglegri húð og forðast ótímabæra öldrun húðarinnar

Almenn fræðsla Húð

Húðlæknar á Húðlæknastöðinni mæla með ákveðnum efnum til að fá heilbrigða og frísklega húð. Kynntu þau þér þau í þessari grein.

Sólarvörn

Áætlað er að 90% þeirra breytinga í húðinni sem við álítum tilkomnar vegna öldrunar séu í raun vegna skemmda af völdum sólarinnar. Mikilvægt er að nota breiðvirka sólarvörn með SPF 30-50 daglega.

Skoðaðu sólarvarnir hér

Retinól/retinóíðar

A-vítamín sýrur sem hafa margvíslega virkni fyrir húðina. Þær örva kröfugt nýmyndun kollagens í húðinni og hægja þar af leiðandi á öldrun húðarinnar. Auk þess draga retinól úr fínum línum og hrukkum og jafna húðtón því þau hafa áhrif á litabreytingar í húðinni. Retinól geta verið svolítið ertandi fyrir húðina og því er mikilvægt að byrja varlega að nota retinól og vinna sig síðan upp í notkun. Mikilvægt er að passa sig í sólinni í retinól meðhöndlun því þau gera húðina ljósnæmari og viðkvæmari fyrir bruna. Retinól eru ekki æskileg á meðgöngu.

Skoðaðu húðvörur sem innihalda retinól hér

Glycolic sýra

Ávaxtasýra (AHA). Hreinsar dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Örvar kollagen framleiðslu og getur haft áhrif á fínar línur, hrukkur og litabreytingar. Gefur húðinni auk þess raka.

Skoðaðu húðvörur sem innihalda glycolic sýru hér

Lactic sýra

Ávaxtasýra (AHA). Minna ertandi en glycolic sýra og gefur meiri raka og getur þess vegna hentað fólki með viðkvæma og þurra húð sem vill vinna gegn öldrun húðarinnar.

Skoðaðu húðvörur sem innihalda lactic sýru hér

Andoxunarefni

Minnka myndun sindurefna (fríir radikalar) í húðinni en það eru efni sem hraða öldrun húðarinnar með niðurbroti á kollageni og skemmdum á húðfrumum.

 • C- vítamín
  Öflugt andoxunarefni sem minnkar sólskaða í húð vegna útfjólublárrar geislunar, örvar kollagen nýmyndun og hefur áhrif á litabreytingar í húð (lýsir húðina).
 • E-vítamín
  Fituleysanlegt andoxunarefni sem verndar frumuhimnur húðfrumna gegn árásum sindurefna og niðurbroti.
 • Ferrulic sýra
  Andoxunarefni í plöntum og er unnið úr byggi. Hlutleysir sindurefni, drekkur í sig útfjólubláa geislun og er bólgueyðandi.
 • Phloretin
  Andoxunarefni unnið úr eplum sem hlutleysir sindurefni í húðinni og hefur lýsandi áhrif á litarbreytingar í húð.

Skoðaðu húðvörur sem innihalda andoxunarefni hér

Vaxtarþættir -EGF

Epidermal Growth Factor (EGF) er prótín í húðinni sem hjálpar til við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni til að viðhalda heilbrigðri, þéttri og unglegri húð.

Skoðaðu húðvörur sem innihalda EGF hér

Hyaluronic sýra

Náttúruleg fjölsykra sem bindur raka kröftuglega í húðinni.

Skoðaðu húðvörur sem innihalda hyaluronic sýru hér

Rakakrem

Öll húð þarfnast raka, jafnvel þó hún sé olíumikil. Veldu olíulaus rakakrem. Gott er að nota serum eða gel fyrir mjög olíumikla húð.

Skoðaðu rakakrem hér

Njótum okkar í eigin skinni

Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar
Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar. 

Lyfja er í góðu samstarfi við Húðlæknastöðina. Á Húðlæknastöðinni starfa færir húðlæknar og sérhæft starfsfólk með menntun á heilbrigðissviði við bæði húðlækningar og lýtahúðlækningar.

Heilsa þín er okkar hjartans mál – þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Allar

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir, Sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum, Húðlæknastöðinni, Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir, Sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum, Húðlæknastöðinni og Arna Björk Kristinsdóttir, Sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum, Húðlæknastöðinni.