Fjölbreytt fræðsla um augnheilsuna

Almenn fræðsla Augun

Í mars og apríl og mars býður Lyfja uppá fjölbreytta fræðslu á Facebook og Instagramsíðu Lyfu þar sem augnlæknir, lyfjafræðingur og næringarþerapisti fræða okkur um mikilvægi augnheilsu. Kynntu þér glæsilega dagskrá.

Dagskráin í mars og apríl


22. mars | Augnþurrkur
Augnþurrkur er orðið algengara vandamál á síðustu árum í vestrænum þjóðfélögum. Þurrt loft og aukin tölvu- og tækjanotkun hefur áhrif á táraframleiðsluna. Jóhannes Kári augnlæknir gaf góð ráð um meðhöndlun á augnþurrk. Horfðu á fyrirlesturinn hér.

30. mars | Næring og bætiefni fyrir augun
Sigfríð Eik næringarþerapisti fræðir um næringu og bætiefni sem geta haft góð áhrif á augnheilsuna á Facebooksíðu Lyfju 30. mars kl. 11. Nánar.

6. apríl | Stóru augnsjúkdómarnir
Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um stóru augnsjúkdómana þrjá, forvarnir og mikilvægi þess að fara reglulega í augnskoðun. Nánar.

13. apríl | Hvarmabólga - hvað er til ráða?
Hvarmabólga er líklega sá augnsjúkdómur sem oftast er vangreindur og ekki meðhöndlaður á réttan hátt. Um þriðjungur fólks er með hvarmabólgu en margir þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir einkennum. Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um hvarmabólgu og hvað sé til ráða. Nánar.

20. apríl | Augnsýking
Inga Sæbjörg lyfjafræðingur hjá Lyfju fjallar um augnsýkingar.

27. apríl | Laseraðgerðir
Jóhannes Kári fjallar um Laseraðgerðir. Hvað er transPRK, LASIK og Prsybymax og hverjir geta farið í þessar aðgerðir?

Augun_vorur_1350x350_vorur