Hrein vara í Lyfju

Almenn fræðsla

Vottunin, Hrein vara í Lyfju, hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir fyrir þig og þína heilsu. Vara merkt Hrein vara í Lyfju er vara sem þú getur treyst, vara sem við mælum með af heilum hug og er góð fyrir þig. 

Hrein vara í Lyfju

Við leggjum upp úr faglegri ráðgjöf og stuðningi við þig á þinni heilsuvegferð. Við vitum að heimur innihaldslýsinga er flókinn og illskiljanlegur og því höfum við unnið vinnuna til að einfalda þér valið.

Þær vörur sem fá vottunina Hrein vara í Lyfju eru vörur sem þú getur treyst. Vörurnar hafa verið yfirfarnar og innihaldsefni rýnd af sérfræðingum á sviði skaðlegra innihaldsefna.

Það skiptir máli að vanda vel valið á þeim vörum sem þú setur í þig og á. Við val á vörum skiptir auðvitað máli hvert markmið með vörunni er en það skiptir máli að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að heilsunni okkar og þeim vörum sem við notum.

Við setjum ítarlegar kröfur á þær vörur sem fá vottunina. Vörurnar eru lausar við innihaldsefni sem talin eru skaðleg eða geti mögulega haft skaðleg áhrif á þig eða umhverfið

Hrein vara í Lyfju | Vara sem þú getur treyst

 • Yfirfarin og tekin út af sérfræðingum
 • Er með vottanir sem þú getur treyst
 • Er laus við innihaldsefni sem talin eru skaðleg eða geti mögulega haft skaðleg áhrif á þig eða umhverfið.

Skoða hreinar vörur

Við leitumst eftir því að vörur séu góðar fyrir þig og umhverfið

 • Klínískar - þróaðar með læknum​
 • Náttúrulegar​
 • Hreinar​
 • Lífrænar​
 • Umhverfisvænar 
 • Ekki prófaðar á dýrum

Vottanir sem við leitumst eftir að vörur hafi

 • Lífrænar vottanir, USDA eða EU organic certification
 • Allergy vottun
 • Asthma allergy Nordic vottun
 • Svansvottun
  Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
 • EWG vottun
 • Non-GMO (ekki erfðabreytt vara)
 • Ecocert
  Ecocert er frönsk vottunarstofa, sú stærsta í Evrópu af sínu tagi sem veitir vottun á lífrænum og náttúrulegum vörum.Til að fá vottun frá stofunni þurfa 95% innihaldsefna að vera af lífrænum uppruna, vera umhverfisvæn og öll hráefni þurfa að vera rekjanleg.
 • COSMOS vottun
  Þessi vottun gerir fyrirtækjum kleift að markaðssetja vörurnar sínar sem lífrænar eða náttúrulegar snyrtivörur um allan heim.
 • TÚN vottun
  Lífræn vottun og eftirlit er hjá sjálfstætt starfandi vottunarstofum sem hefur faggildingu Einkaleyfastofunnar. Vottunarstofan Tún er eini aðilinn sem hefur faggildingu til að votta lífræna framleiðslu á Íslandi.

Við viljum að vörurnar okkar falli í einhverjar af eftirfarandi flokkum

 • Klínískar vörur | þróaðar með læknum
 • Náttúrulegar vörur
 • Hreinar vörur
 • Lífrænar vörur
 • Umhverfisvænar vörur
 • Vegan
 • Grænkeravænar
 • Ekki prófaðar á dýrum

Innihaldsefni til að forðast

Innihaldslýsingar eru oft á tíðum flóknar, langar og illskiljanlegar. Til að einfalda þér lífið höfum við tekið saman algeng efni sem skynsamlegt gæti verið að forðast í þeim vörum sem þú notar daglega. Gott er að finna jafnvægið í þessu eins og öðru, velja og hafna og huga að markmiði með notkunar þeirra vara sem þú setur á þig daglega.

Skoða hreinar vörur

Helstu efni til að forðast í húð-, hár- og snyrtivörum
 

 Efni  Hvað gerir það? Möguleg áhrif  efnisins Heiti efnis á innihaldslýsingu í vörum
PARABEN  Rotvarnarefni  Geta haft skaðleg áhrif á okkur fari styrkur þeirra yfir ákveðin mörk og því mikilvægt að hafa saman-lögðu áhrif í huga. Geta haft hormóna-skaðandi áhrif, dregið úr frjósemi, aukið líkur á ofnæmi og ákveðnum tegundum krabbameins.
 • butylparaben,
 • propylparaben,
 • methylparaben og ethylparaben
 • Isopropylparaben
 • isobutylparaben
 • fenylparaben,
 • benzylparaben og pentylparaben
ÞALÖT (PHATALATES) Mýkingarefni í plasti. Leysi- og bindiefni. Eru t.d notuð svo ilmur endist lengur og til að auðvelda vörum að komast í gegnum húðina til að gefa "raka". Fóstur í móðurkviði, unga-börn og unglingar (einkum strákar) eru sérlega viðkvæm fyrir áhrifum þalata og teljast í sérstökum áhættuhóp. Sýnt hefur verið fram á að þalöt gætu haft hormónaskaðandi áhrif, dregið úr frjósemi, aukið líkur á ofvirkni, á offitu, astma og insúlínviðnámi
 •  Dípentýl þalat (DPP)
 • Dísýklóhexýl þalat (DCHP)
 • Bis(2-etýlhexýl) þalat (DEHP)
 • Díbútýl þalat (DBP)
BISFENÓL (BISPHENOL) Notuð meðal annars til að “fóðra” matvæla-og drykkjarumbúðir. Getur átt t.d við pela. Bisphenol efnin hafa verið tengd við hina ýmsu kvilla. Þar á meðal má nefna taugaþroskaraskanir (BPA), hormónaraskandi og innkirtlatruflandi áhrif, hjarta- og æðasjúkdóma (BPA), ákveðnar tegundir krabbameina (BPA), aukna áhættu á lækkaðri fæðingarþyngd, offitu og efnaskiptasjúkdóma, ófrjósemi og fleira.
 • BPA
 • BPM
 • BPS
 • Diphenylolpropane p,p Isopropylidenebisphenol 2,2-Bis(4 hydroxyphenyl)propane 2,2-Di(4-phenylol)propane
SODIUM LAURETH SULFAT/SODIUM LAURYL SULFAT (SLES/SLS) Notað til að láta vörur freyða SLES er “etoxýlerað” og flokkar IARC það sem hugsanlegt krabbameinsvaldandi efni en það er auk þess þrávirkt eða með öðrum orðum það brotnar ekki auðveldlega niður og skilar sér því út í umhverfið með frárennsli til dæmis. SLES er auk þess þekkt fyrir að erta bæði húð og augu. Það getur innihaldið 1,4-dioxane sem er þekktur krabba-meinsvaldur.
 • Sodium laureth sulfate
 • Sodium lauryl sulfat SLES
 • SLS
PFAS (PER-AND POLYFLUORINATED SUBSTANCES) Búa yfir þeim eiginleikum að hafa einstakan stöðugleika við efna- og varmaniðurbrot og hrinda því vel frá sér vatni og fitu. Efnin eru notuð í fjölda vara sem almenningur notast við daglega. Þar á meðal mætti nefna textíl, þar með talið fatnað og skó, töskur, málningu og lakk, ýmsar snyrtivörur, matvælaumbúðir, viðloðunarfríar pönnur (t.d. teflon), hreinsiefni, raftæki og svo mætti lengi telja. Hækkun á kólesteróli, auknar líkur á PCOS, neikvæð áhrif á ónæmissvar, skjaldkirtil, lifur, fitu-og sykurefnaskipti og nýru. Auknar líkur á blóðfituhækkun, skert ónæmi, auknar líkur á nokkrum tegundum krabbameina, offitu, fækkun sáðfruma, lækkaða fæðingarþyngd nýbura, seinkun mjólkurkirtla stúlkna, aukna tíðni fósturláta við útsetningu móður gegn PFAS o.s.frv. Gríðarlega mörg efni. Til dæmis: PFAS, PFOA, PFOS, perfluorohexylethyl triethoxysilane, polytetrafluoroethylene (PTFE), tetradecyl aminobutyroylvalylaminobutyric urea trifluoroacetate, trifluoropropyl cyclotetrasiloxane, and trifluoropropyl cyclopentasiloxane, PFPeA, PFHxA, PFHpA, PFOA, PFNA, PFDA, PFUnDA, PFDoDA, PFTrDA, PFTeDA, PFHxDA, PFODA, PFBS, PFPeS, PFHxS, PFHpS, PFOS, PFDS.
OZYBENZONE UV filter í sólarvörnum Mögulega hormónaraskandi, getur ert húðina, aukið líkur á ofnæmi, óþoli og bólgusjúkdómum, hefur verið tengt við lækkaða fæðingarþyngd og auknar líkur á nokkrum tegundum krabbameina. Hefur einnig slæm áhrif á kóralrifin.
 •  Oxybenzone
OCTINOXATE UV filter í sólarvörnum Mögulega hormónaraskandi, getur ert húðina, aukið líkur á ofnæmi, óþoli og bólgusjúkdómum, Hefur einnig slæm áhrif á kóralrifin.
 • Octinoxate 
HOMOSALATE UV filter í sólarvörnum Mögulega hormónaraskandi efni. getur brotnað niður í skaðlegar aukaafurðir (e. byproducts) í líkamanum.
 •  Homosalate
OCTISALATE UV filter í sólarvörnum  Mögulega hormónaraskandi, getur ert húðina, aukið líkur á ofnæmi, óþoli og bólgusjúkdómum.
 •  Octisalate
AVOBENZONE UV filter í sólarvörnum Mögulega hormónaraskandi, er einnig hvarfgjarnt efni sem er oft gert stöðugra með ýmsum „hjálparefnum“ sem geta verið mismunandi milli framleiðenda og sum hver verið tengd við auknar líkur á krabbameinum.
 •  Avobenzone
ÞUNGAMÁLMAR (HEAVY METALS)

TIL DÆMIS: ARSEN (AS), KADMÍUM (CD), KRÓM (CR), KÓBALT (CO), KVIKASILFUR (HG), NIKKEL (NI) OG BLÝ (PB)
Mjög misjafnt milli tegunda vara hver tilgangur þungamálma er, ef einhver. Stundum er um "mengun" að ræða. Rannsóknir hafa sýnt að þessi efni geti haft skaðleg áhrif á margvíslegan hátt. T.d. má nefna blý í varalitum, það er ákveðið áhyggjuefni sérstaklega ef barnshafandi konur nota þá. Blý getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi og því eru fóstur, ungabörn og börn í stærsta áhættuhópinum þar. Nikkel, króm og kóbalt eru þekktir ofnæmisvaldar og finnst slík efni stundum í snyrtivörum eins og augnskuggum og barna-make-up-i sem framleitt er í Kína og því ber að gæta að því hvar varan er framleidd. (Vöruframleiðsla innan Evrópu er með strangari reglugerðir). Innan EU, US og Kanada er bannað að bæta þessum málmum við snyrti- og húðvörur (e. intentionally added to cosmetics) en þær reglur ná ekki yfir Asíu.
 • arsen (As)
 • kadmíum (Cd)
 • króm (Cr)
 • kóbalt (Co)
 • kvikasilfur (Hg)
 • nikkel (Ni)
 • blý (Pb).
ALUMINUM HYDROXIDE OG ALUMINA Stundum notað sem litarefni, stundum notað í svitaeyðum, mjög mismunandi. Mögulega hormónaraskandi efni, en samt ber rannsóknum ekki alveg saman. Sumar virðast telja notkun þessara efna í lagi í snyrtivörum og erfitt að finna marktækar rannsóknir sem staðfesta tengsl þessara efna við sjúkdóma eins og Altzheimers.
 • ALUMINA HYDRATE
 • ALUMINA, HYDRATED
 • ALUMINA, TRIHYDRATE
 • ALUMINIUM HYDROXIDE SULPHATE
 • ALUMINUM HYDROXIDE
 • ALUMINUM HYDROXIDE SULFATE (AL(OH)(SO4))
 • ALUMINUM OXIDE TRIHYDRATE
 • ALUMINUM OXIDE, HYDRATE
 • ALUMINUM TRIHYDROXIDE
 • ALUMUNUM HYDROXIDE
 • CI 77002
 • HYDRATE ALUMINUM OXIDE
 • HYDRATED ALUMINA
 • PIGMENT WHITE 24
 • TRIHYDRATE ALUMINA
 • TRIHYDROXY ALUMINUM
 • TRIHYDROXYALUMINUM
FORMALDEHÝÐ (FORMALDEHYDE) Oft notað sem rotvarnarefni Aldehýð getur hvarfast við efnahópa (amínó, karboxý, þíól, hýdroxýl, imínó og amíð hópa) á lífsameindum, þar með talið prótein og DNA. Þvertenging próteina við

formaldehýð leiðir til próteinsamruna, sem leiðir til óafturkræfra efnabreytinga sem leiðir til
að hindrunar efnaskipta og frumuskiptinga.
Sem sagt, samanlögðu áhrifin sem þarf að hafa í huga.

 • Formaldehyde, formalin
TRÍKLÓSAN (TRICLOSAN) Notað sem bakteríudrepandi efni, t.d. í tannkremum, hreinsiefnum o.s.frv. Getur haft hormónaraskandi áhrif og valdið sýklaónæmi.
 • Triclosan, 5-chloro-2-(2,4-dichloro-phenoxy)-phenol
 • TCS

C991ba36-6ea0-4670-805f-1f202135ef20