Húðrútína | Þroskuð húð

Almenn fræðsla Húð

Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá Neostrata sem hentar einstaklega vel fyrir þroskaða húð.

Góð húðrútína fyrir þroskaða húð

 • 10117449NEOSTRATA Skin Active Repair Exfoliating Wash
  Neostrata repair hreinsirinn er einstaklega góður fyrir eldri húð þar sem hann slípar húðina með polyhydroxy sýrum sem örva endurnýjun húðar. Hann fjarlægir farða og óhreinindi án þess að erta húðina.
  ○ Skoða hér
 • Matrix-SupportNEOSTRATA Skin Active Matrix Support SPF30
  Neostrata matrix support SPF 30 er frábært dagkrem sem vinnur í því að gera húðina stinnari og verndar hana fyrir sólinni. Þessi vara inniheldur peptíð sem örva kollagenmyndun og ávaxtasýrur sem örva endurnýjun húðar og styðja við náttúrulegu stoðir húðar.
  Skoða hér
 • Cellular-RestorationNEOSTRATA Skin Active Cellular Restoration
  Neostrata Cellular restoration er næturkrem sem hentar vel með Matrix support kreminu. Þetta krem inniheldur einstaka „SynerG“ formúlu sem er hönnuð til þessa að endurlífga virkni húðfrumnanna. Kremið hjálpar að lýsa litabreytingar og húðin verður bjartari.
  ○ Skoða hér
 • 10160416NEOSTRATA Correct Retinol 0,3% Night Serum
  Neostrata retinol 0.3% nætur serum hentar mjög vel undir næturkremið á kvöldin. Það vinnur vel á fínum línum, þéttleika húðarinnar og teygjanleika. Það þarf að byggja notkun upp á vörunni. Byrja að nota það 1 til 2 sinnum í viku og bæta einu kvöldi við þegar húðin hefur haft tíma til að venjast vörunni og vinna svo að lokum upp í notkun á hverju kvöldi.
  ○ Skoða hér

 

Förum vel með húðina

Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.