Hvað er gott að hafa tilbúið fyrir heimkomu af fæðingardeildinni?

Almenn fræðsla Móðir og barn

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir veitir góð róð um hvað er gott að hafa tilbúið yrir móður & nýbura fyrir heimkomu af fæðingardeildinni.

840x300

Fyrir barnið

☐ Barnabílstóll með 5 punkta belti
☐ Vagga/rúm, dýna
☐ Sæng fyrir barnið
☐ Rúmfatnaður
☐ Teppi
☐ Barnavagn
☐ Kerrupoki
☐ Fatnaður
☐ 6-8 samfellur eða nærbolir (ull eða bómull)
☐ 3-4 sokkabuxur/leggings
☐ 6-8 síðerma bolir/peysur
☐ 1-2 þykkari peysur
☐ Sokkar - nokkur pör
☐ 3-4 náttgallar
☐ Taubleyjur
☐ Útigalli/hlý útiföt
☐ 1-2 húfur
☐ 4-6 þvottaklútar
☐ Ef barnið á að nota taubleyjur þarf líklega um 48 bleyjur og 4-6 bleyjubuxur
☐ Skiptiborð (eða önnur skiptiaðstaða og skiptidýna)
☐ Einnota bleyjur
☐ Einnota svampar/grisjur
☐ Bómullarhnoðrar
☐ Eyrnapinnar
☐ Hitamælir fyrir barnið
☐ Handklæði

Fyrir mömmuna

☐ Gjafabrjóstahaldari og innlegg í brjóstahaldara
☐ Dömubindi
☐ Handspritt til að hafa á heimilinu

Höfundur: Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Grein fengin af vef ljósmæðra og birt með leyfi, ljosmodir.is