Hvarmabólga | Hvað er til ráða?

Almenn fræðsla Augun

Jóhannes Kári augnlæknir fræddi um hvarmabólgu og hvað sé til ráða á Facebooksíðu Lyfju 13. apríl sl.

https://youtu.be/oA7DP6C4-EY

Hvarmabólga er líklega sá augnsjúkdómur sem oftast er vangreindur og ekki meðhöndlaður á réttan hátt. Um þriðjungur fólks er með hvarmabólgu en margir þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir einkennum.

Um er að ræða bólgu í hvörmum augna (jaðra augnlokanna) sem orsakast af ofnæmi fyrir úrgangsefnum baktería sem eru á hvörmum okkar. Því er ekki um sýkingu að ræða. Þetta veldur svo aftur stíflu á fitukirtlum hvarmanna sem geta þróast yfir í svokallaða þrymla (fullorðnir) og vogris (börn).

Önnur einkenni er sviði í augum, sjóntruflanir, versnun á þurrum augum, bjúgur, roði og bólga í augnlokum og kláði. Meðferðin byggir aðallega á heitum bökstrum (t.d. örbylgjumöskum/púðum), sótthreinsun hvarma (t.d. froðu eða sótthreinsiklútar) og í sumum tilvikum lyfjagjöf, annað hvort steradropar eða um munn. Í sumum tilvikum valda smámaurar við augnhársrætur (mítlar) bólgunum og þá þarf að beita meðferð sérstaklega gagnvart þeim (froða eða sótthreinsiklútar með tetréolíu).

Viltu vita meira? Skoðaðu meira fræðsluefni um augun hér

Augun_vorur_1350x350_vorur