Laseraðgerðir á augum

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju

Jóhannes Kári augnlæknir fjallar um laseraðgerðir á augum í þessum áhugaverða fyrirlestri. Laseraðgerðir á augum hafa rutt sér til rúms á undanförnum áratugum og eru nú orðnar ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er á mannslíkamanum.

https://www.youtube.com/watch?v=eCMMb2RvFw8

Í þessum aðgerðum er yfirborð hornhimnu augans breytt til að gera fólk óháð hjálpartækjum eins og snertilinsum og gleraugum. Aðgerðirnar eru framkvæmdar með lasertækjum sem annars vegar útbúa flipa á hornhimnuna og síðan er framkvæmd lasermeðferð sem gerir hornhimnuna kúptari, flatari eftir því sem við á til að viðkomandi sé ekki lengur háður hjálpartækjum til að sjá umhverfi sitt. Yfir 98% fólks fær sjón 6/6 eða betur og sama prósentutala er ánægð með árangur aðgerðarinnar og sjón sína.

Laseraðgerð er nú talin mun öruggari en snertilinsunotkun og er áhætta afar lítil.

Augun_vorur_1350x350_vorur