Lyfja opnar nýtt apótek í Grafarholti

Almenn fræðsla

Lyfja hefur opnað nýtt apótek í Grafarholti sem býður upp á lágt lyfjaverð og faglega þjónustu. Nýja apótekið er staðsett á Þjóðhildarstíg 2, við hliðina á Krónunni.

Í versluninni má finna ýmsar vörur sem stuðla að almennu heilbrigði og þar með talið sérvaldar vörur frá Heilsuhúsinu. Einnig er hægt að fá blóðþrýstingsmælingu, gegn vægu gjaldi og viðtal við lyfjafræðing án tímapantana.

Ingibjörg Arnardóttir lyfsali Lyfju í Grafarholti

Fagleg og persónuleg þjónusta er okkur hjartans mál og erum við spennt að fá tækifæri til þess að þjónusta íbúa Grafarholts og nágrennis, segir Ingibjörg Arnardóttir lyfsali

Afgreiðslutími Lyfju í Grafarholti:

  • Mán- fös 9.00-18.30
  • Lau 11.00-16.00

 

Verið velkomin. Við getum aðstoðað.