Lyfju appið ­- uppfærsla

Almenn fræðsla

Lyfju appið hefur fengið frábærar viðtökur viðskiptavina og því höfum við lagt mikla vinnu í að þróa og bæta upplifun í appinu enn frekar.

Viðskiptavinir Lyfju geta nú uppfært Lyfju appið sitt en í uppfærðu appi höfum við aukið vöruval í hjúkrunar- og heilsuvörum.

Í Lyfju appinu getur þú séð hvað þú átt í gáttinni, leyst út lyfseðla og fengið lyfseðilsskyld lyf send frítt heim að jafnaði innan 60 mínútna.

Lyfju appið sendir heim á stærstu þéttbýlisstöðum landsins en einnig er hægt að velja að sækja pöntun í apótek.

Hægt er að sækja um umboð í appinu og fá ráðgjöf sérþjálfaðs starfsmanns alla daga frá kl 10-22. 

Ef þig vantar aðstoð eða ert með ábendingar, heyrðu þá í okkur á netspjalli Lyfju.

Skoða Netspjall Lyfju