Sápur á kynfæri

Almenn fræðsla Húð

Við val á sápu á viðkvæm svæði eins og kringum kynfæri, er best að velja milda sápu sem er án rotvarnarefna, parabena, ilmefna og alkóhóls. Sýrustig sápunnar skiptir miklu máli og best er að sýrustigið (pH) sé lágt. Sýrustig (pH skalinn) er frá 0 (súrt) og uppí 14 (basískt).

Yfirborð húðarinnar er frekar súrt sem hjálpar til við að halda réttu rakastigi og vernda gegn mengun, bakteríum og ofnæmisvöldum. Sápa sem er á bilinu 4-7 er talin vera í pH jafnvægi eða innan eðlilegs sýrustigs húðarinnar sem hjálpar húðinni að viðhalda verndandi áhrifum sínum. Sápur sem eru basískar leiða til hækkunar á sýrustigi sem getur þurrkað og ert húðina auk þess að geta valdið sýkingum á svæðum eins og í leggöngum.

Góðar bakteríur geta verið þvegnar í burtu með sápuþvotti og það getur hækkað sýrustigið í leggöngum og þar um kring, sem getur ýtt undir sveppasýkingar eða ákveðnar bakteríusýkingar. Passa þarf að þvo bara kynfærasvæði útvortis en fara ekki inn í leggöngin. Mikilvægt er að gott jafnvægi sé á milli baktería og sveppa í leggöngum og umhverfi þeirra. Eðlilegt sýrustig í leggöngum er minna er pH 4.5 (3.8-4.5) sem þýðir súrt umhverfi. Viðhald á réttu sýrustigi þar kemur í veg fyrir ofvöxt baktería eða sveppa sem gætu leitt til sýkinga ef þær fá að fjölga sér of mikið.

Best er að sápur séu með eftirfarandi eiginleika:

 • Ilmefnalausar
 • Parabenafríar
 • Lausar við skrúbb ef notaðar á viðkvæm svæði
 • Án alkóhóls
 • Með lágu sýrustig


Dæmi um sápur á kynfærasvæði:

 • Vivag intim sæbe sem pH 4. Inniheldur mjólkursýru
 • Ellen Intimate hreinsifroða með mjólkursýrugerlum
 • Femi wash. Ekki er gefið upp pH en er ætlað á viðkvæm svæði í kringum kynfæri. Styður við náttúrulega gerla á kynfærasvæði
 • Eucerin pH 5 shower oil og Wash lotion er með lágu sýrustigi og má nota á viðkvæmt svæði
 • CeraVe hydrating body wash (pH 6.4). Áferðin er kremkennd. Án ilmefna, parabena og súlfata. Ríkuleg af rakagefandi og mýkjandi efnum
 • Masmi organic care intimate gel. Ekki er gefið upp pH en þeir segja “supports the natural pH”, vegan, paraben free, alcohol free og sulfat free.

Skoðaðu sápur fyrir kynfærasvæðið í netverslun Lyfju

 Project-51-2-

Mynd hendi: Matthew Tkocz frá Unsplash

Mynd sápa: Sincerely Media frá Unsplash