Skilareglur í verslunum Lyfju

Almenn fræðsla

Það er einfalt að skipta um skoðun í Lyfju

Fyrir allar snyrtivörur, húð- og hárvörur, barnavörur, bætiefni, ilmi og fyrir samskonar vörur úr netverslun gildir eftirarandi:

 • Þú hefur 30 daga til að hugsa þig um hvort varan sé sú rétta fyrir þig
 • Þú getur skilað vörunni þinni gegn framvísun kvittunar eða skilamiða í hvaða verslun Lyfju sem er, óháð því hvar hún var keypt
 • Þú ræður hvort þú veljir þér aðra vöru í staðinn, færð inneignarnótu eða endurgreitt ef varan sem þú keyptir hentar þér ekki (endurgreitt á kreditkort eða í pening)
 • Passaðu að varan sem þú skilar sé með órofnu innsigli og í upprunalegu ástandi svo þú getir skilað henni
 • Þú getur ekki skilað eða skipt lyfjum, lausasölulyfjum, sterílum vörum, bætiefnum eða öðrum vörum sem krefjast ákveðinna geymsluskilyrða.

Útsöluvörur

Ef vara er keypt á fullu verði en skilað þegar tilboð eru í gangi færð þú fullt verðmæti vörunnar til baka gegn framvísun kassakvittunar. Ef skilamiði er á vöru gildir verðið á þeim tíma sem skilað er.

Spurt og svarað

 • Er hægt að skila vörum þar sem umbúðir eru rifnar?
  Nei, því miður. Ef varan telst ósöluhæf þ.e. vara sem er opnuð, umbúðir rifnar eða rispaðar, beyglaðar pakkningar eða er á anna hátt ekki í upprunalegu ástandi er ekki hægt að skila.

 • Er hægt að skila í hvaða verslun sem er?
  Já auðvitað, þú getur komið í þá verslun Lyfju sem hentar þér best. Passaðu bara að vera með kassakvittunina með þér eða að skilamiði sé á vörunni.

 • Get ég skilað öllum vörum?
  Ekki er hægt að skila eða skipt lyfjum, lausasölulyfjum, bætiefnum, sterílum vörum eða öðrum vörum sem krefjast ákveðinna geymsluskilyrða.

 • Hvað hef ég langan tíma til að skila vörum?
  Þú hefur 30 daga til að hugsa þig um hvort varan sé sú rétta fyrir þig