Sólarvarnir fyrir börn | Hvað þarf að passa?

Almenn fræðsla Móðir og barn

Húð barna er viðkvæmari fyrir sólargeislum en húð fullorðinna og þess vegna er afar mikilvægt fyrir foreldra að bera vel af sólarvörn á börnin áður en farið er út. Ef maður brennur illa sem barn eða unglingur eru auknar líkur á húðkrabbameini síðar á lífsleiðinni. Þess vegna er svo mikilvægt sem foreldri að vera meðvitaður um mikilvægi sólarvarna og passa að bera vel á börnin.

Með því að nota góða sólarvörn með háum varnarstuðli er hægt að verja húðina fyrir skemmdum og minnka áhættu á húðkrabbameini síðar á ævinni.

Almennt er ráðlagt að nota sólarvörn með að minnsta kosti 30 SPF varnarstuðli fyrir hversdagslega útiveru en jafnvel hærri í fríum á sólarströnd, 50 SPF. Mikilvægt er að passa að sólarvörnin sem valin er innihaldi vörn gegn bæði UVA og UVB geislum sólarinnar en þess má t.d. geta að UVA geislar ná í gegnum gler!

Besta leiðin til þess að verja húð barna okkar gegn sólinni er þó og verður alltaf að klæða hana af þeim eða hafa þau í skugga. En það getur verið erfitt þegar heitt er í veðri og ærslagangur í sumarsólinni í hámarki.

Gott að vita

Fyrir okkur sjálf og sem foreldrar er gott að vita að saltböð auka gegndræpi húðar fyrir útfjólubláum geislum. Af þeim sökum er sérstök ástæða til að verja húðina vel þegar við leikum okkur í sjónum. Sólin er einnig sterkari til fjalla og endurkast frá snjó eða sjó magnar upp kraft hennar. Svo þarf ekki einu sinni að vera sól úti því allt að 80% af geislum sólarinnar ná að berast gegnum ský eða þoku. Það er því eins gott að hafa ávallt varann á og muna eftir sólarvörninni.

Almennt er talað um að bera ekki sólarvörn á börn yngri en 6 mánaða því þau ættu ávallt að vera í skugga og verndandi fatnaði með sólhatt og sólgleraugu. Athugið bara að barnið ofhitni ekki. Fyrir börn sem eru orðin sex mánaða er mælt með notkun sólarvarnar sem er að minnsta kosti 30 SPF. Ágætt er að muna svo að ljós húð brennur hraðar en dökk. Eftir því sem húð er viðkvæmari fyrir sól þeim mun mikilvægara er að vernda hana með hærri varnarstuðli.

Að bera sólarvörnina á

Gott er að venja sig á að hrista alltaf brúsann með sólarvörninni fyrir hverja notkun. Berðu vel af sólarvörn á húðina fyrir útiveru og bíddu þangað til að hún hefur farið inn í húðina. Berðu reglulega á húðina á tveggja tíma fresti og strax á eftir sundferðum. Ef nægilegt magn af sólarvörn er ekki borið á húðina getur það haft áhrif á virkni hennar. Mikilvægt er að bera nægilegt magn á húð barnsins hvert skipti en almennt er mælt með að bera á húð þess á tveggja tíma fresti og örar ef barnið hefur verið að leika sér í vatni, jafnvel þó að vörnin sé merkt vatnsheld!

Okkar skjól í sumarsól

Childs Farm sólarvarnirnar koma í styrkleikan SPF50 og eru unnar úr eins náttúrulegum efnum og kostur er. Formúlan í sólarlínunni er létt, ilmefnalaus, vatnsfráhrindandi og ver húðina gegn UVA og UVB geislum sólarinnar. Kremin eru einstaklega rakagefandi og henta vel fyrir viðkvæma húð, jafnvel þau sem eru gjörn á að fá exem.

283891178_5531227236910861_6102276658582745689_nChilds Farm sólarvarnirnar fást í þremur mismunandi formum vegna að ein gerð hentar ekki alltaf öllum. Til dæmis er sólarspray fljótlegt og þægilegt í notkun þegar verið er að bera á utandyra eins og á sólarströnd. Á meðan roll-on er sniðugt þegar við erum á ferðinni og það þarf að smella vörn á minni svæði eins og andlit og hendur. Tilvalið í leikskólahólfið. Kremin eru klassísk og með þeim er auðvelt að þekja stór og smá húðsvæði hvenær sem er.

Lestu nánar um Childs Farm sólarvarnirnar og hvaða vörn hentar þínu barni best í netverslun Lyfju | Smelltu hér.

Eftir sólina

Þegar komið er inn úr sólinni getur húðin verið þurr og þurft smá hjálp. Childs Farm After Sun kremið róar, gæðir og kælir húðina en það inniheldur aloe vera, kakó- og shea smjör. Þessi blanda gerir það að verkum að húðin fær mikinn raka og nær að jafna sig eftir veruna í sólinni.

Heimildir:

https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/fraedsluefni/krabbamein-sem-haegt-er-ad-afstyra/solbod/
https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1532/PDF/r02.pdf
https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/12-leidir/sol/

Grein: www.cu2.is