Undirbúningur fyrir fæðingu - lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju

Almenn fræðsla Móðir og barn Nýtt líf – nýtt hlutverk

Inga María Hlíðar ljósmóðir gaf góð ráð til að undirbúa líkama og sál fyrir fæðingu á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju.

Á dögunum gaf Inga María út sína fyrstu bók „Fæðingin ykkar -handbók fyrir verðandi foreldra“ en í bókinni má finna góð ráð til undirbúnings fyrir fæðinguna. Hún fjallar m.a. um val á fæðingarstað, ferli fæðingar, bjargráð í fæðingu og inngrip í fæðingu. Hún leggur sérstaka áherslu á viðhorf í garð fæðingar sem hefur sterka tengingu við upplifun af fæðingu, auk mikilvægi stuðnings í fæðingu.

Lestu fleiri greinar hér um undirbúning fyrir komu nýburarans, góð svefnráð fyrir ungbörn og fleiri áhugaverðar greinar er snúa að foreldrum og ungbörnum.